Landtökubyggðir Ísraela stækkuðu eftir að Trump varð forseti Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:14 SIlwan-hverfið í Austur-Jerúsalem þar sem möguleikar Palestínumanna til að byggja eru takmarkaðir. AP/Mahmoud Illean Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn. Ísrael Palestína Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Merkjanleg aukning varð í framkvæmdum við landtökubyggðir gyðinga í Austur-Jerúsalem eftir að Donald Trump varð Bandaríkjaforseti árið 2017. Samkvæmt úttekt AP-fréttastofunnar sýnir einnig áratugalanga mismunun á milli gyðinga og Palestínumanna þegar byggingarleyfi eru gefin út á svæðinu sem Ísraelar hafa hersetið frá 1967. Opinber gögn sýna að þrátt fyrir að Palestínumenn séu um 60% íbúa í Austur-Jerúsalem hafi þeir aðeins fengið um 30% byggingarleyfa sem hafa verið gefin út frá árinu 1991. Þetta þýði að Palestínumenn hafist frekar við í yfirfullum hverfum með litla þjónustu. Um helmingur búi jafnframt við þá hættu að hús þeirra verði rifin. Trump Bandaríkjaforseti viðurkenndi Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels árið 2017 þrátt fyrir að Palestínumenn geri tilkall til austurhluta hennar sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis sem þeir vilja stofna. Palestínumenn segja að sú ákvörðun Trump hafi gefið Ísraelum fríspil til að herða tök sín á hersetnu landi þeirra. Þannig sýna gögnin að fyrstu tvö ár forsetatíðar Trump gáfu ísraelsk yfirvöld út leyfi fyrir 1.861 íbúðareiningu í landtökubyggðum í Austur-Jerúsalem og var það um 60% aukning frá árunum tveimur á undan. Leyfin sem voru gefin út árið 2017 voru nánast jafnmörg og árin tvö á undan samanlagt og höfðu fleiri leyfi ekki verið gefin út frá árinu 2000. Um 215.000 gyðingar búa nú í hverfum í Austur-Jerúsalem sem hafa verið reist á undanförnum árum á meðan meirihluti þeirra 340.000 Palestínumanna sem þar búa í yfirfullum hverfum þar sem lítil byggingarpláss er til staðar. Frá 1991 hafa borgaryfirvöld gefið út 21.834 leyfi til að reyna landtökubyggðir í Austur-Jerúsalem en aðeins 9.536 fyrir Palestínumenn.
Ísrael Palestína Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira