Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 17:38 Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar. Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar.
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25