Ráðlagt að kaupa oxycontin á svörtum markaði fyrir son sinn: „Dagurinn kostar fimmtíu þúsund“ Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. september 2019 19:15 Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa. Akureyri Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa.
Akureyri Fíkn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira