Ráðlagt að kaupa oxycontin á svörtum markaði fyrir son sinn: „Dagurinn kostar fimmtíu þúsund“ Nadine Guðrún Yaghi og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 16. september 2019 19:15 Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa. Akureyri Fíkn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Móðir fíkils, sem er langt leiddur, hefur neyðst til að kaupa lyf fyrir hann á svörtum markaði fyrir allt að fimmtíu þúsund krónur á dag. Hún segir son sinn alls staðar koma að lokuðum dyrum og hefur sjálf þurft að sinna afeitrun hans. Birgir, 27 ára sonur Ingu Lóu Birgisdóttur, hefur verið í mikilli neyslu um árabil. Hann er með ADHD, kvíða og mótstöðuþroskaröskun. Fyrir þremur vikum tók hann of stóran skammt af kókaíni og amfetamíni og fór í dá. Honum var haldið sofandi á sjúkrahúsinu á Akureyri í fjóra sólarhringa og fluttur á lyfjadeild þegar hann vaknaði. „Á sjötta degi þá allt í einu fær hann panikkast og rýkur út og er þá sviptur í 72 tíma,“ segir Inga Lóa. Því hafi hins vegar aflétt eftir 42 tíma þar sem Birgir vildi sjálfur fara.Birgir var þungt haldinn á sjúkrahúsinu á Akureyri í síðasta mánuðimynd/aðsend„Það er sérstakt með fárveikan einstakling sem getur ekki borið ábyrgð á sjálfum sér,“ segir Inga Lóa. Birgir er heimilislaus og tók Inga Lóa hann heim til sín þar sem hann hefur verið síðustu vikuna. Hún segir að hann hafi verið útskrifaður lyfjalaus en hann er mjög háður lyfjum á borð við Oxykontín og Rivotril og voru fráhvörfin því gríðarleg. „Hann grét alla nóttina af verkjum,“ segir Inga Lóa. Hann vildi fara aftur á spítalann og fá hjálp en þau voru send aftur heim. „Síðan þá erum við næstum því búin að fara daglega til að fá innlögn af því hann er veikur, bæði farið sjálf og líka farið með sjúkrabíl en okkur hefur alltaf verið vísað út,“ segir Inga Lóa. Hún segist hafa reynt að koma honum inn á allar stofnanir landsins sem bjóði upp á afeitrunarmeðferðir, en til þess að komast í langtímameðferð er afeitrun skilyrði. „Hann á ekki heima hér, hann er svona, hann er svo erfiður, það er ekki pláss,“ eru svörin sem hún segist fá. Inga Lóa hefur því sjálf þurft að sjá um afeitrunina og hefur neyðst til að versla lyf á svörtum markaði. „Læknirinn ráðlagði mér að leita annarra leiða og ég sagði ertu að tala um að ég eigi að fara á netið og leiti að einhverjum sem vill selja mér lyf og hann sagði já ég er að segja þér það til þess að geta trappað hann niður þá verður þú að gera það því við megum ekki skrifa upp á þessi lyf,“ segir Inga Lóa. Inga Lóa segist óttast að það gæti orðið um seinan þegar Birgir kemst loks í afeitrunarmeðferð„Maður eru náttúrulega bara í uppgjöf, algjörri.“ Þá segir hún að kostnaðurinn sé mjög mikill. „Í svona niðurtröppun þá kostar dagurinn fimmtíu þúsund krónur, svona svart, en ef læknir hefði skrifað upp á þetta hefði mánuðurinn kostað fimmtán hundruð krónur,“ segir Inga Lóa sem fékk loks þau tíðindi í dag að Birgir kæmist inn á Vog eftir ellefu daga. Hún er þó hrædd um að það gæti verið of seint. „Ef hann bara lifir þetta ekki af, áður en að kallið kemur að hann komist inn. Hann er hræddur, ég er hrædd, því þessi fíkniefnakrumla er svo ógeðsleg og hún hefur svo sterk tök,“ segir Inga Lóa.
Akureyri Fíkn Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira