„Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2019 20:15 Yfirlýsingin er þríþætt. Vísir/Tryggvi Páll. Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu. Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Sjá meira
Forsvarsmenn tuttugu fyrirtækja og stofnana skrifuðu í dag undir loftslagsyfirlýsingu Akureyrarbæjar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð við hátíðlega athöfn í lystigarðinum á Akureyri. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, reið á vaðið og skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd bæjarins. Yfirýsingin felur í sér að þeir sem undir hana skrifa skuldbinda sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgans auk þess sem að mæla þarf árangurinn og gefa upplýsingar um hvernig gengur að fara eftir yfirlýsingunni. Loftslagsyfirlýsingin var þróuð af Festu og Reykjavíkurborg og var fyrst undirrituð í Höfða árið 2015 af forstjórum yfir eitt hundrað fyrirtækja og stofnana í aðdraganda Parísarráðstefnunnar um loftslagsmál.Forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana í bænum skrifuðu undir yfirlýsinguna.Mynd/AkureyrarbærAkureyrarbær og Festa buðu stofnunum og fyrirtækjum í bænum að undirrita yfirlýsinguna en á vef Akureyrarbæjar er haft eftir Ásthildi að mikilvægt sé að sem flest fyrirtæki í bænum leggi lóð sitt á vogarskálarnar til að stemma stigu við skaðlegum áhrif loftslagsbreytinga. „Akureyrarbær er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi þegar kemur að því að flokka og endurnýta, og það er markmið okkar að sveitarfélagið verði kolefnishlutlaust á allra næstu árum. Við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Til að breyta heiminum þurfum við fyrst að breyta okkur sjálfum, margt smátt getur orðið eitthvað risastórt," segir Ásthildur. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóru Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð, segist vera ánægð með viðtökurnar sem fengust hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akureyri og reiknar hún með að þau muni gera sitt besta til að fara eftir skilmálum yfirlýsingarinnar. „Þegar þú skrifar undir svona yfirlýsingu þá ert þú að lýsa því yfir að þú ert með skýran ásetning um að þú ætlar að mæla og birta niðurstöður um hvað þú ert að gera. Þetta er hvatningarverkefni sem að hver og einn gerir á sínum forsendum undir handleiðslu sérfræðinga og fyrst og fremst ábyrgð hvers og eins en það er okkar að taka saman árangurinn og styðja við ferlið,“ segir Hrund í samtali við fréttastofu.
Akureyri Loftslagsmál Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent