Synti fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 07:51 Sarah Thomas. Mynd af Facebooksíðu Söruh Bandarísk kona hefur náð því afreki að verða fyrsta manneskjan til að synda fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa. Sarah Thomas hóf áskorun sína á sunnudaginn og það tók hana rúma 54 klukkutíma að klára þrekraunina. Thomas lauk meðferð gegn brjóstakrabbameini í fyrra og tileinkaði afrek sitt þeim sem hafa lifað krabbamein af, samkvæmt BBC. Einungis fjórir aðilar höfðu farið þrjár ferðir yfir Ermarsundið áður. Í samtali við BBC sagðist hún verulega þreytt og hún stefndi á að sofa í sólarhring. Thomas sagði saltvatnið hafa verið erfitt að eiga við og hún væri sár í munninum og hálsinum. Þá sagðist hún hafa verið stungin í andlitið af marglyttu og að straumurinn hefði reynst henni mjög erfiður í síðustu ferðinni. Til marks um strauminn, þá áttu þessar fjórar ferðir hennar að vera um 130 kílómetrar en hún endaði á því að synda 210 kílómetra. Thomas sagði liðsmenn hennar hafa hjálpað henni að halda áfram en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syndir yfir Ermarsundið. Það hefur hún áður gert árið 2012 og 2016. Eftirlitsmaðurinn Kevin Murphy, sem fylgdist með sundi Thomas, sagði afrek hennar ótrúlegt og það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hún lauk sundinu. Extraordinary, amazing, super-human!!! Just when we think we've reached the limit of human endurance, someone shatters the records. Huge congratulations to Sarah Thomas on swimming the English Channel 4x continuously!!! pic.twitter.com/kOa9QlereH— Lewis Pugh (@LewisPugh) September 17, 2019 Bretland Frakkland Sjósund Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Bandarísk kona hefur náð því afreki að verða fyrsta manneskjan til að synda fjórum sinnum yfir Ermarsundið án þess að stoppa. Sarah Thomas hóf áskorun sína á sunnudaginn og það tók hana rúma 54 klukkutíma að klára þrekraunina. Thomas lauk meðferð gegn brjóstakrabbameini í fyrra og tileinkaði afrek sitt þeim sem hafa lifað krabbamein af, samkvæmt BBC. Einungis fjórir aðilar höfðu farið þrjár ferðir yfir Ermarsundið áður. Í samtali við BBC sagðist hún verulega þreytt og hún stefndi á að sofa í sólarhring. Thomas sagði saltvatnið hafa verið erfitt að eiga við og hún væri sár í munninum og hálsinum. Þá sagðist hún hafa verið stungin í andlitið af marglyttu og að straumurinn hefði reynst henni mjög erfiður í síðustu ferðinni. Til marks um strauminn, þá áttu þessar fjórar ferðir hennar að vera um 130 kílómetrar en hún endaði á því að synda 210 kílómetra. Thomas sagði liðsmenn hennar hafa hjálpað henni að halda áfram en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún syndir yfir Ermarsundið. Það hefur hún áður gert árið 2012 og 2016. Eftirlitsmaðurinn Kevin Murphy, sem fylgdist með sundi Thomas, sagði afrek hennar ótrúlegt og það hafi verið tilfinningaþrungin stund þegar hún lauk sundinu. Extraordinary, amazing, super-human!!! Just when we think we've reached the limit of human endurance, someone shatters the records. Huge congratulations to Sarah Thomas on swimming the English Channel 4x continuously!!! pic.twitter.com/kOa9QlereH— Lewis Pugh (@LewisPugh) September 17, 2019
Bretland Frakkland Sjósund Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira