Vona að ég hafi gert gagn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2019 10:00 „Þetta er óvísindalegt leikhúskver í fremur léttum dúr, blanda af hugleiðingum, fróðleik og skemmtiefni,“ segir Sveinn um bók dagsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sveinn ætlar að halda upp á 85 ára afmælið með útgáfuhófi í Tjarnarbíói. „Þetta verður ekki hátíðlegt, það verða engar ræður, hvorki um mig né þann sem heldur ræðuna. En ég ætla að gefa vinum og vandamönnum, sem nenna að mæta, litla bók í stað þess að skenkja þeim brennivín. Þetta er óvísindalegt leikhúskver í fremur léttum dúr, blanda af hugleiðingum, fróðleik og skemmtisögum.“ Íslensk leiklist hefur notið þess að Sveinn er listhneigður enda voru hann og Kjarval náfrændur úr Meðallandinu og bera sama Sveinsnafnið. Hann segir afa sinn hafa verið listasmið. „En ég get ekki rekið óskakkan nagla, þetta gen fór á annað svið hjá mér!“ segir hann hlæjandi. Eftir nokkrar vikur kemur út stór bók eftir Svein um Jóhann Sigurjónsson leikskáld, í tilefni af 100 ára ártíð hans. „Ég hef voða gaman af að skrifa. Reyndar hef ég haft mikla ánægju af öllu sem ég hef fengið að gera,“ segir hann og ég bið hann að stikla þar á stóru. „Það var blómaskeið hjá okkur í Leikfélagi Reykjavíkur því við breyttum dálítið landslaginu. Í Þjóðleikhúsinu settum við aðsóknarmet ár eftir ár, bæði í leikritum og óperum og stór partur af leikritunum voru ný verk sem hittu í mark hjá áhorfendum. Svo vann ég hjá menntamálaráðuneytinu og því fylgdu líka störf í útlöndum, ég var til dæmis í stjórn UNESCO, það fannst mér ákaflega gefandi. Ég vona að ég hafi gert gagn. Leikfélagið Bandamenn fór á stórar hátíðir erlendis og í Leikhúsi okkar Vigdísar er unnið með leiklestur, þar eru viðfangsefnin ólík, allt frá rútubílasöngvum til háklassíkur eins og Strindberg.“ Það er ekki tilviljun að hófið í dag er haldið í Tjarnarbíói. „Þar var leiklistarskóli Leikfélags Reykjavíkur og þar vorum við með Litla leikfélagið, Svo var móðir mín fædd í Brunnhúsum, þau stóðu þar sem sviðið í Tjarnarbíói er nú,“ lýsir Sveinn kíminn. Þegar talið berst að aldrinum viðurkennir hann að vera stirðari en hann var. „En ég fór í Qi Gong klukkan átta í morgun, geri það þrisvar í viku, svo hef ég verið á Þingvöllum og í Skálholti í dag með vinafólki frá útlöndum. Aldrei er maður nógu oft á þeim stöðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sveinn ætlar að halda upp á 85 ára afmælið með útgáfuhófi í Tjarnarbíói. „Þetta verður ekki hátíðlegt, það verða engar ræður, hvorki um mig né þann sem heldur ræðuna. En ég ætla að gefa vinum og vandamönnum, sem nenna að mæta, litla bók í stað þess að skenkja þeim brennivín. Þetta er óvísindalegt leikhúskver í fremur léttum dúr, blanda af hugleiðingum, fróðleik og skemmtisögum.“ Íslensk leiklist hefur notið þess að Sveinn er listhneigður enda voru hann og Kjarval náfrændur úr Meðallandinu og bera sama Sveinsnafnið. Hann segir afa sinn hafa verið listasmið. „En ég get ekki rekið óskakkan nagla, þetta gen fór á annað svið hjá mér!“ segir hann hlæjandi. Eftir nokkrar vikur kemur út stór bók eftir Svein um Jóhann Sigurjónsson leikskáld, í tilefni af 100 ára ártíð hans. „Ég hef voða gaman af að skrifa. Reyndar hef ég haft mikla ánægju af öllu sem ég hef fengið að gera,“ segir hann og ég bið hann að stikla þar á stóru. „Það var blómaskeið hjá okkur í Leikfélagi Reykjavíkur því við breyttum dálítið landslaginu. Í Þjóðleikhúsinu settum við aðsóknarmet ár eftir ár, bæði í leikritum og óperum og stór partur af leikritunum voru ný verk sem hittu í mark hjá áhorfendum. Svo vann ég hjá menntamálaráðuneytinu og því fylgdu líka störf í útlöndum, ég var til dæmis í stjórn UNESCO, það fannst mér ákaflega gefandi. Ég vona að ég hafi gert gagn. Leikfélagið Bandamenn fór á stórar hátíðir erlendis og í Leikhúsi okkar Vigdísar er unnið með leiklestur, þar eru viðfangsefnin ólík, allt frá rútubílasöngvum til háklassíkur eins og Strindberg.“ Það er ekki tilviljun að hófið í dag er haldið í Tjarnarbíói. „Þar var leiklistarskóli Leikfélags Reykjavíkur og þar vorum við með Litla leikfélagið, Svo var móðir mín fædd í Brunnhúsum, þau stóðu þar sem sviðið í Tjarnarbíói er nú,“ lýsir Sveinn kíminn. Þegar talið berst að aldrinum viðurkennir hann að vera stirðari en hann var. „En ég fór í Qi Gong klukkan átta í morgun, geri það þrisvar í viku, svo hef ég verið á Þingvöllum og í Skálholti í dag með vinafólki frá útlöndum. Aldrei er maður nógu oft á þeim stöðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Tímamót Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira