Hætt við skráningu og fjárfestingarráð skipað Hörður Ægisson skrifar 18. september 2019 07:45 Eignasafn Almenna leigufélagsins telur samtals rúmlega 1.200 íbúðir. Fréttablaðið/Anton brink Almenna leigufélagið, næststærsta leigufélag landsins, hefur hætt við áform, sem stefnt hefur verið að síðustu misseri, um skráningu félagsins á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þetta var á meðal þess kom fram á fundi með sjóðfélögum Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs (ALE), sem er eigandi leigufélagsins og er í stýringu hjá Kviku banka, í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá verður sett á fót sérstakt fimm manna fjárfestingarráð, skipað fulltrúum sumra af stærstu hluthöfum ALE sjóðsins, en hann var áður í stýringu hjá GAMMA Capital Management, sem mun í kjölfarið einnig tilnefna tvo nýja fulltrúa í stjórn leigufélagsins. Stofnanafjárfestar í hluthafahópnum hafa komið sér saman um að Markús Hörður Árnason, forstöðumaður fjárfestinga hjá TM, og Óðinn Árnason, sjóðsstjóri hjá Stefni, taki sæti í fjárfestingarráðinu og þá mun að auki Einar Sigurðsson, fjárfestir og sonur Guðbjargar Matthíasdóttur, meirihlutaeiganda Ísfélags Vestmannaeyja, setjast í ráðið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í röðum einkafjárfesta á hins vegar enn eftir að ákveða hvaða tveir fulltrúar til viðbótar verða skipaðir í fjárfestingarráðið en gert er ráð fyrir að sú niðurstaða muni liggja fyrir á næstu dögum. Aðkoma sjóðfélaga, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, kemur til vegna vaxandi undiröldu margra úr röðum þeirra með rekstur sjóðsins, einkum hvað varðar rekstrarkostnað. Hlutverk fjárfestingarráðsins verður í upphafi að leggja mat á stöðu leigufélagsins, sem skilaði aðeins um þrettán milljóna hagnaði á fyrri árshelmingi, og taka ákvarðanir um næstu skref. Þar er meðal annars til skoðunar að sjóðnum verði slitið áður en líftími hans rennur út, sem er um mitt næsta ár, og að hluthafarnir eignist þá sjálfir hlutabréf í Almenna leigufélaginu og taki við rekstri fyrirtækisins. Til að koma til móts við meðal annars gagnrýni sjóðfélaga um mikinn rekstrarkostnað var samþykkt á fyrrnefndum fundi í liðinni viku að lækka verulega þá þóknun sem sjóðurinn hafði innheimt fyrir stýringu eigna. Þannig var ákveðið að hún myndi lækka um 75 prósent – úr því að nema 0,4 prósentum af heildareignum í 0,1 prósent – eða sem jafngildir liðlega 150 milljónum króna á ársgrundvelli en heildareignir leigufélagsins voru um 48 milljarðar króna í lok júní á þessu ári. Verði rekstri fagfjárfestasjóðs Almenna leigufélagsins slitið og félagið færist beint í eigu hluthafa er óvíst um á hvaða gengi sú tilfærsla yrði gerð. Þrátt fyrir að búið sé að falla frá áformum um skráningu leigufélagsins á aðalmarkað útiloka ekki sumir stofnanafjárfestar á meðal sjóðfélaga þann möguleika, þótt hann sé engu að síður talinn ólíklegur, að félagið kunni að verða skráð á First North markaðinn í Kauphöllinni á seinni hluta næsta árs. Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, var sem kunnugt er skráð á Aðalmarkað í fyrra. Aðeins um níu mánuðum síðar var tillaga stærstu hluthafa um afskráningu leigufélagsins samþykkt af meira en 80 prósentum hluthafa á aðalfundi. Kauphöllin hafnaði hins vegar sem kunnugt er beiðni Heimavalla um að taka bréf félagsins úr viðskiptum á Aðalmarkaði. Afar lítil velta hefur einkennt viðskipti með bréf Heimavalla og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 15 prósent frá skráningu. Hagnaður Almenna leigufélagsins, sem á samtals um 1.200 íbúðir, á fyrstu sex mánuðum ársins dróst verulega saman á milli ára og nam tæplega 13 milljónum borið saman við rúmlega 400 milljónir á sama tíma 2018. Þar munaði mestu um að matsbreyting fjárfestingaeigna var aðeins jákvæð um 62 milljónir borið saman við 770 milljónir árið áður. Vaxtaberandi skuldir félagsins námu 30,6 milljörðum og eigið fé var tæplega 13 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Húsnæðismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Almenna leigufélagið, næststærsta leigufélag landsins, hefur hætt við áform, sem stefnt hefur verið að síðustu misseri, um skráningu félagsins á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þetta var á meðal þess kom fram á fundi með sjóðfélögum Almenna leigufélagsins eignarhaldssjóðs (ALE), sem er eigandi leigufélagsins og er í stýringu hjá Kviku banka, í síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Þá verður sett á fót sérstakt fimm manna fjárfestingarráð, skipað fulltrúum sumra af stærstu hluthöfum ALE sjóðsins, en hann var áður í stýringu hjá GAMMA Capital Management, sem mun í kjölfarið einnig tilnefna tvo nýja fulltrúa í stjórn leigufélagsins. Stofnanafjárfestar í hluthafahópnum hafa komið sér saman um að Markús Hörður Árnason, forstöðumaður fjárfestinga hjá TM, og Óðinn Árnason, sjóðsstjóri hjá Stefni, taki sæti í fjárfestingarráðinu og þá mun að auki Einar Sigurðsson, fjárfestir og sonur Guðbjargar Matthíasdóttur, meirihlutaeiganda Ísfélags Vestmannaeyja, setjast í ráðið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í röðum einkafjárfesta á hins vegar enn eftir að ákveða hvaða tveir fulltrúar til viðbótar verða skipaðir í fjárfestingarráðið en gert er ráð fyrir að sú niðurstaða muni liggja fyrir á næstu dögum. Aðkoma sjóðfélaga, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, kemur til vegna vaxandi undiröldu margra úr röðum þeirra með rekstur sjóðsins, einkum hvað varðar rekstrarkostnað. Hlutverk fjárfestingarráðsins verður í upphafi að leggja mat á stöðu leigufélagsins, sem skilaði aðeins um þrettán milljóna hagnaði á fyrri árshelmingi, og taka ákvarðanir um næstu skref. Þar er meðal annars til skoðunar að sjóðnum verði slitið áður en líftími hans rennur út, sem er um mitt næsta ár, og að hluthafarnir eignist þá sjálfir hlutabréf í Almenna leigufélaginu og taki við rekstri fyrirtækisins. Til að koma til móts við meðal annars gagnrýni sjóðfélaga um mikinn rekstrarkostnað var samþykkt á fyrrnefndum fundi í liðinni viku að lækka verulega þá þóknun sem sjóðurinn hafði innheimt fyrir stýringu eigna. Þannig var ákveðið að hún myndi lækka um 75 prósent – úr því að nema 0,4 prósentum af heildareignum í 0,1 prósent – eða sem jafngildir liðlega 150 milljónum króna á ársgrundvelli en heildareignir leigufélagsins voru um 48 milljarðar króna í lok júní á þessu ári. Verði rekstri fagfjárfestasjóðs Almenna leigufélagsins slitið og félagið færist beint í eigu hluthafa er óvíst um á hvaða gengi sú tilfærsla yrði gerð. Þrátt fyrir að búið sé að falla frá áformum um skráningu leigufélagsins á aðalmarkað útiloka ekki sumir stofnanafjárfestar á meðal sjóðfélaga þann möguleika, þótt hann sé engu að síður talinn ólíklegur, að félagið kunni að verða skráð á First North markaðinn í Kauphöllinni á seinni hluta næsta árs. Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, var sem kunnugt er skráð á Aðalmarkað í fyrra. Aðeins um níu mánuðum síðar var tillaga stærstu hluthafa um afskráningu leigufélagsins samþykkt af meira en 80 prósentum hluthafa á aðalfundi. Kauphöllin hafnaði hins vegar sem kunnugt er beiðni Heimavalla um að taka bréf félagsins úr viðskiptum á Aðalmarkaði. Afar lítil velta hefur einkennt viðskipti með bréf Heimavalla og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 15 prósent frá skráningu. Hagnaður Almenna leigufélagsins, sem á samtals um 1.200 íbúðir, á fyrstu sex mánuðum ársins dróst verulega saman á milli ára og nam tæplega 13 milljónum borið saman við rúmlega 400 milljónir á sama tíma 2018. Þar munaði mestu um að matsbreyting fjárfestingaeigna var aðeins jákvæð um 62 milljónir borið saman við 770 milljónir árið áður. Vaxtaberandi skuldir félagsins námu 30,6 milljörðum og eigið fé var tæplega 13 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu GAMMA Húsnæðismál Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira