Liverpool liðið með slökustu byrjun Evrópumeistara í aldarfjórðung Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 15:30 Sadio Mane og félagar uppskáru ekkert í Napoli í gærkvöldi. Getty/ Francesco Pecoraro Það þarf að fara langt aftur til að finna titilvörn í Meistaradeildinni sem byrjaði jafn illa og hjá Liverpool liðinu í gærkvöldi. Liverpool byrjaði titilvörn sína í Meistaradeildinni ekki vel eða með 2-0 tapi á útivelli á móti ítalska félaginu Napoli. Dries Mertens og Fernando Llorente skoruðu mörk Napoli á síðustu átta mínútunum en seinna markið kom á annarri mínútu í uppbótatíma. Fyrra markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Andy Robertson fékk dæma á sig en það seinna eftir óvenjuleg mistök hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk Það þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna Evrópumeistara sem byrjuðu titilvörn sína á tapi.Liverpool is the first reigning UEFA Champions League winner to lose its opening match since AC Milan lost to Ajax in 1994. pic.twitter.com/9joTzFbCjF — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019AC Milan tapaði þá 2-0 á útivelli á móti Ajax og bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum. Mörkin skoruðu þeir Ronald de Boer og Jari Litmanen. Bæði Ajax og AC Milan komust á endanum upp úr riðlinum. Ajax og AC Milan fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn þar sem Ajax vann 1-0 sigur með marki Patrick Kluivert fimm mínútum fyrir leikslok. Titilvörn Real Madrid í fyrra hófst á 3-0 heimasigri á Roma og árið á undan byrjaði titilvörn Real Madrid á 3-0 heimasigri á APOEL frá Kýpur. Real vann síðan 2-1 heimasigur á Sporting CP haustið 2016. Annars eru vandræði Liverpool mikil á útivelli í riðlakeppninni en liðið hefur nú tapað fjórum útileikjum í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Liverpool have lost four consecutive #UCL group stage away games: Napoli 1-0 LFC Crvena Zvezda 2-0 LFC PSG 2-1 LFC Napoli 2-0 LFC Last season ended up alright though... https://t.co/L9Njg7vKJq — Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Það þarf að fara langt aftur til að finna titilvörn í Meistaradeildinni sem byrjaði jafn illa og hjá Liverpool liðinu í gærkvöldi. Liverpool byrjaði titilvörn sína í Meistaradeildinni ekki vel eða með 2-0 tapi á útivelli á móti ítalska félaginu Napoli. Dries Mertens og Fernando Llorente skoruðu mörk Napoli á síðustu átta mínútunum en seinna markið kom á annarri mínútu í uppbótatíma. Fyrra markið kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Andy Robertson fékk dæma á sig en það seinna eftir óvenjuleg mistök hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk Það þarf að fara aftur til ársins 1994 til að finna Evrópumeistara sem byrjuðu titilvörn sína á tapi.Liverpool is the first reigning UEFA Champions League winner to lose its opening match since AC Milan lost to Ajax in 1994. pic.twitter.com/9joTzFbCjF — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 17, 2019AC Milan tapaði þá 2-0 á útivelli á móti Ajax og bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum. Mörkin skoruðu þeir Ronald de Boer og Jari Litmanen. Bæði Ajax og AC Milan komust á endanum upp úr riðlinum. Ajax og AC Milan fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn þar sem Ajax vann 1-0 sigur með marki Patrick Kluivert fimm mínútum fyrir leikslok. Titilvörn Real Madrid í fyrra hófst á 3-0 heimasigri á Roma og árið á undan byrjaði titilvörn Real Madrid á 3-0 heimasigri á APOEL frá Kýpur. Real vann síðan 2-1 heimasigur á Sporting CP haustið 2016. Annars eru vandræði Liverpool mikil á útivelli í riðlakeppninni en liðið hefur nú tapað fjórum útileikjum í röð í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Liverpool have lost four consecutive #UCL group stage away games: Napoli 1-0 LFC Crvena Zvezda 2-0 LFC PSG 2-1 LFC Napoli 2-0 LFC Last season ended up alright though... https://t.co/L9Njg7vKJq — Squawka Football (@Squawka) September 17, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira