Engin kostnaðaráætlun gerð vegna komu Mike Pence Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2019 15:26 Katrín fylgist grannt með Pence áður en þau héldu inn á fund sinn í húsi Landhelgisgæslunnar í Keflavík í gær. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna. Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Utanríkisráðuneytið gerir ekki sérstaklega kostnaðaráætlanir fyrir heimsóknir erlendra ráðamanna til landsins. Er miðað við fasta kostnaðarliði. Þetta segir í svari ráðuneytisins varðandi kostnað íslenska ríkisins við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands þann 4. september síðastliðinn. María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og greiningardeildar, segir ekki ljóst hvenær heildarkostnaður utanríkisráðuneytisins muni liggja fyrir. Allir reikningar verði birtir á vefsíðu opinna reikninga jafnóðum. „Einnig ber að nefna að bandarísk stjórnvöld báru stóran hluta kostnaðar við undirbúning heimsóknarinnar og dvöl varaforsetans og hefur utanríkisráðuneytið ekki upplýsingar um þann kostnað,“ segir María Mjöll. Vísir hafði áður greint frá því að kostnaður íslenska ríkisins við heimsóknina hefði verið þó nokkuð fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur. Fyrir liggur að kostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna heimsóknarinnar nam 14,1 milljón króna, eða tveimur milljónum á klukkustund miðað við þær sjö klukkustundir sem varaforsetinn dvaldi hér á landi. Vinnuframlag lögregluþjóna á vakt og í rannsóknardeild var stærsti kostnaðarliður heimsóknarinnar og hljóðaði upp á rúmar 4,2 milljónir króna. Vinnuframlag lögreglumanna við fylgd og í aðgerðasveit nam rúmlega 3,6 milljónum í hvorum flokki. Kostnaður lögreglu vegna heimsóknar Angelu Merkel kanslara Þýskalands, forsætisráðherra allra Norðurlandanna, lögmanns Færeyja og formanns landsstjórnar Grænlands og landsstjóra Álandseyja öllu minni en við heimsókn Pence, eða um 5,5 milljónir króna. Þar bar hæst vinnuframlag lögregluþjóna við fylgd, sem nam rétt tæpum þremur milljónum króna.
Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15 Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Mun minni viðbúnaður vegna komu Indlandsforseta en Pence Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku. 9. september 2019 06:15
Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna. 13. september 2019 08:57