Samþykktu að veita Bretum enn meiri frest Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 17:45 Boris Johnson hefur áður gefið út að ríkisstjórnin muni ekki óska eftir frekari frest. Vísir/AP Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Evrópusambandsþingið samþykkti í dag með að veita Bretum aukinn frest vegna útgöngu sinnar úr Evrópusambandinu ef til þess komi að bresk stjórnvöld óski eftir slíku. Nú þegar hefur útgöngu Breta verið frestað tvisvar sinnum áður og mun þriðja frestunin einungis standa breskum stjórnvöldum til boða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Evrópuþingmennirnir greiddu atkvæði um ályktun þess efnis eftir þriggja tíma umræður með yfirgnæfandi meirihluta, eða 544 atkvæðum gegn 126. 38 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Jean-Claude Juncker, fráfarandi forseti framkvæmdarstjórnar ESB, áréttaði þó fyrir þinginu að möguleikinn á útgöngu Breta án samnings væri enn til staðar.Sjá einnig: Munu ekki fallast á frekari frestÞrátt fyrir yfirlýsingar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á þá leið að gengið verði úr sambandinu þann 31. október næstkomandi sama hvort útgöngusamningur liggi fyrir eða ekki, þá er gert ráð fyrir því að leiðtogar Evrópusambandsins eigi eftir að ræða möguleikann á frekari frestun útgöngu við ríkisstjórnina. Talið er að slíkar viðræður verði teknar upp á leiðtogafundi í Brussel í næsta mánuði ef ekki verði þá búið að stíga frekari skref í átt að nýju samkomulagi.Sjá einnig: Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrirEitt helsta deiluefnið í útgönguviðræðum Breta er sem fyrr írska baktryggingin sem var hluti af samkomulagi Theresu May, þáverandi forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Baktryggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tolleftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands við útgöngu Bretlands úr ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15 Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03 Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Viðræður í skötulíki Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hélt því fram í viðtali við Mail on Sunday að góður gangur væri í samningaumleitunum við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands. Heimildarmenn dagblaðsins The Guardian innan ESB halda hins vegar öðru fram. 16. september 2019 07:15
Munu ekki fallast á frekari frest Boris Johnson mun funda með Jean-Claude Juncker í Lúxemborg í dag. 16. september 2019 08:03
Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Hæstiréttur Bretlands fjallaði í dag um lögmæti ákvörðunar ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um frestun þingfunda fram í október. Málið er flókið enda voru dómarar í Skotlandi ósammála þeim í Wales og Englandi um málið. 17. september 2019 19:00