Stöðugri stjórn yfir Sorpu í stað óstjórnar Ari Brynjólfsson skrifar 19. september 2019 06:45 Formaður segir byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi vera langt komna. Fréttablaðið/Anton Brink Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Tryggja þarf að stjórnarmenn í byggðasamlögum á borð við Sorpu sitji lengur en eitt kjörtímabil. Um þetta eru viðmælendur Fréttablaðsins sem þekkja vel til slíkra mála sammála. Samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudagskvöld að Reykjavíkurborg ábyrgist 990 milljóna króna lán til Sorpu til að klára byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu á Álfsnesi. Núverandi stjórn Sorpu tók við eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra, í vetur voru lagðar fram fjórar framvinduskýrslur um framkvæmdina. Í janúar sagði Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, stjórninni að verkið væri á áætlun miðað við útboð. Tvær aðrar slíkar kynningar fóru fram í apríl og maí. Í júlí síðastliðnum kom svo fram að ekki var gert ráð fyrir 719 milljóna kostnaði í tækjabúnað og 637 milljónum króna í jarðvinnu. Alls gerir þetta tæplega 1,4 milljarða króna.Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ.„Stjórnin samþykkti á síðasta fundi að fela mér og varaformanni stjórnar að fá óháðan aðila til að taka út starfsemi félagsins. Það er stjórnarfundur á föstudaginn í næstu viku, ég geri ráð fyrir að leggja fram tillögu þar að lútandi,“ segir Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu. Verkið sé klárað að þremur fjórðu og því kemur ekki til greina af hans hálfu að stöðva framkvæmdir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er óánægja meðal bæjarfulltrúa með stjórnleysi innan Sorpu. Er það vegna þess að skipt sé svo oft um stjórn að enginn nema framkvæmdastjóri hafi í raun yfirsýn yfir öll verkefnin. Er það upplifun eins viðmælenda Fréttablaðsins að stjórnin virki frekar eins og nefnd sem taki við skilaboðum frá eigendum og framkvæmdastjóra. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi BF/Viðreisnar í Kópavogi, hefur lagt fram tillögu um að neyðarstjórn taki við verkefninu. „Það þarf sérfræðinga í mannvirkjagerð til að klára þetta verkefni og svo til að fara ofan í kjölinn á áætlunum og allri ákvarðanatöku í fyrirtækinu. Verkið er ekki búið og því getur það hæglega gerst að kostnaðurinn aukist enn frekar.“ Þar að auki vill hún endurskoða fyrirkomulag byggðasamlaga í heild.Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu.Undir þetta taka fleiri bæjarfulltrúar flokksins, þar á meðal Sara Dögg Svanhildardóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það eru bara fulltrúar meirihlutans í stjórnunum, síðan eru það bæjarstjórarnir sem taka ákvarðanirnar sem eigendur,“ segir Sara. „Með núverandi fyrirkomulagi koma þessi mál aldrei beint inn á borð til okkar, nema þá bara í gegnum fundargerðir á bæjarstjórnarfundum þar sem þær renna ljúft í gegn. Þar mætti þeim fulltrúa sem á sæti í þessum stjórna renna blóðið til skyldunnar og vera betur upplýsandi þegar eins umfangsmikil mál dúkka upp og Sorpumálið er.“ Birkir Jón segir það ekki vænlegt að skipa neyðarstjórn yfir Sorpu. „Framkvæmdirnar eru á áætlun, það sem menn hafa sett út á er hvernig staðið var að málum í upphafi. Mér finnst rétt að halda því í þeim farvegi sem það er í, enda ganga verklegir hlutar vel.“ Það sem skiptir meira máli að mati Birkis er að það sé stöðugleiki í stjórnarsetu. „Það er mjög mikilvægt að þekking í stjórn félags fari ekki út á einu augabragði á fjögurra ára fresti,“ segir Birkir. „Það er margt annað við stjórn félagsins sem þarf að skoða, sem ég á von á að sjá í úttektinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira