Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2019 12:00 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. GETTY/ DAVID RYDER Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. Seðlabankastjóri sagði að samdráttur í hagkerfinu yrði vægari er gert hafi verið ráð fyrir. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með Ásgeir Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, var farið yfir stöðuna í hagkerfinu og þeirra spurningu varpað fram hvað orsakaði samdrátt í ferðaþjónustu. Á fundinum sagði seðlabankastjóri að íslenska hagkerfið væri á leið í niðursveiflu eftir átta ára samfelldan vöxt. Hann sagði að samdrátturinn yrði vægur, 0,2% á þessu ári en að hagkerfið myndi taka aftur við sér á næsta ári. „Seðlabankinn býr þar að auki yfir öflugum gjaldeyrisforða til þess að geta tryggt stöðugleika ef til þess kemur og þegar til lengri tíma er litið hefur vaxtastig verið að hliðrast niður og við erum þá að færast nær öðrum löndum hvað það varðar. Hins vegar, meðal vestrænna ríkja þykir það forréttindi að geta lækkað vexti, það sem aðrar þjóðir í kringum okkur geta ekki gert,“ sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri á fundinum. „Þegar litið er fram á veginn gæti núverandi vaxtalækkunarferli haldið áfram líkt og gefið var til kynna í síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar. það er að segja að lækki verðbólguvæntingar áfram og áfram hægir á verðbólgu, þá eða hagvaxtarhorfur versni frá því sem nýjasta spá bankans gerir ráð fyrir. Nokkur óvissa er til staðar um það hvernig ferðaþjónustan geti staðið af sér bæði kostnaðarhækkanir og áföll í utanlands flugi sem hún hefur orðið fyrir.“ Erfið staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd. Gylfi Zoëga sagði launakostnaðinn innan greinarinnar of háan og að hlutfall launa í heildartekjum ferðaþjónustufyrirtækja of hátt. Þar til tók hann sérstaklega íslensku flugfélöginen tvö þeirra, Primera Air og WOW air, fóru á hausinn. Gylfi bað þingmenn á fundinum að fylgjast með stöðu Icelandair og velti því upp hvenær eigið fé flugfélagsins yrði komið á hættustig. „Hætturnar sem steðja að núna eru þessar efnahagsreikningahremmingar ferðaþjónustunnar. Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reikning fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig. Það má ekki veðja þjóðarbúinu á það að þeir fái bætur frá Boeing. Við vitum ekki hvenær þær koma, hvað þær verða miklar og það er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi Zoëga, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Alþingi Boeing Efnahagsmál Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52 „Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Vilja að Icelandair deili Boeing-bótum með farþegum Er farið fram á það vegna þeirra farþega sem fá ekki þau þægindi sem lofað var. 22. júlí 2019 16:52
„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. 2. ágúst 2019 11:21