Svarar eftirspurn frá fólki í fæðingarorlofi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. september 2019 07:15 Boðið verður upp á hollan mat fyrir alla fjölskylduna. Fréttablaðið/Valli „Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við erum að enduropna Gló á Engjateig en þar opnuðum við upprunalega okkar fyrsta stað,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, eigandi Gló. Á staðnum, sem verður formlega opnaður í dag, er lögð áhersla á mæður, feður og börnin þeirra. Mikið verður lagt upp úr því að hafa hollan og næringarríkan mat á boðstólum fyrir fólk á öllum aldri, leiksvæði fyrir börn og þægilegt andrúmsloft. „Það er verið að kalla svo mikið eftir því að ungar mæður hafi eitthvert athvarf í fæðingarorlofinu og á meðan þær eru með lítil börn. Þess vegna ákváðum við að setja fókusinn þangað á nýja staðnum,“ segir Solla. „Við erum með stóran bakgarð þar sem börnin geta sofið í vögnunum án truflunar frá umferðinni, það verða til bleyjur á staðnum svo ef einhver gleymir þeim heima þá bara reddum við því og svo erum við búin að setja saman yndislegan barnamatseðil,“ bætir hún við. Allur maturinn á staðnum verður vegan og mestmegnis lífrænn. „Við verðum með vegan jógúrt, vegan kókómjólk og ávexti fyrir krakkana og ýmsa aðra rétti á góðu verði. Svo verðum við með fjölbreyttan mat fyrir foreldrana, pitsur, borgara, salöt og ýmislegt fleira. Allt hollt og gott,“ segir Solla. „Foreldrar í fæðingarorlofi hafa mikið verið að koma til okkar á hina staðina en þar er meiri erill en verður á Engjateig. Þar ætlum við að skapa hlýtt og rólegt andrúmsloft, það verður þjónað til borðs og börnin sem eru orðin aðeins stærri geta kubbað og teiknað í barnahorninu og svo bjóðum við upp á frítt internet ef foreldrarnir vilja nýta tímann og vinna í tölvunni,“ segir hún. Solla hefur verið í veitingarekstri í áraraðir en hún opnaði fyrsta Gló-staðinn á Engjateig 19 árið 2007. „Ég hef séð svo miklar breytingar á hugarfari á þessum tíma.“ segir Solla. „Ungar mæður eru orðnar svo meðvitaðar um umhverfið og það sem bæði þær borða og það sem börnin þeirra borða,“ segir Solla. „Þetta var ekki svona þegar ég var ung. Þá var ég bara álitin sérvitringur með fáránlegar kröfur en með breyttu hugarfari um umhverfið er fólk farið að hugsa meira um það sem það borðar,“ segir Solla sem sjálf hefur ekki borðað kjöt í rúm 40 ár. „Mér finnst fleiri vera spenntir fyrir því að borða vegan mat eða sleppa kjötinu. Jafnvel þó að fólk sé ekki endilega 100% vegan eða grænmetisætur þá er fólk að taka einn dag í viku eða að sleppa kjöti í hádeginu,“ segir Solla.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Veitingastaðir Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira