Gjaldeyrishöft lögð á í Argentínu Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2019 07:57 Verð á kjöti og öðrum nauðsynjum hefur farið hækkandi vegna fjármálakreppunnar í Argentínu. Vísir/EPA Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á. Argentína Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ríkisstjórn Argentínu hefur lagt á gjaldeyrishöft til að bregðast við dýpkandi fjármálakreppu þar í landi. Gengi argentínska pesóans hefur hríðfallið að undanförnu og eiga höftin að vera í gildi til ársloka. Stjórnvöld reyna ennfremur að fresta endurgreiðslum á láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tilkynnt var um takmarkanir á kaupum á erlendum gjaldeyri í gær. Ríkisstjórnin sagði höftin nauðsynleg til þess að tryggja að hagkerfi landsins héldi áfram að virka, halda uppi atvinnustigi og vernda neytendur. Argentínsk fyrirtæki þurfa nú að fá leyfi frá seðlabanka landsins til að selja pesóa til að kaupa gjaldeyri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að margir Argentínumenn hafi tekið sparifé sitt út úr bönkum um helgina af ótta við að ríkissjóður lenti í greiðsluþroti. Margir landsmenn hafa litla tiltrú á gjaldmiðlinum og skipta pesóum gjarnan strax yfir í bandaríska dollara. Með gjaldeyrishöftunum þarf að sækja um leyfi til að kaupa meira en tíu þúsund dollara á mánuðu, jafnvirði um 1,2 milljóna íslenskra króna. Argentína hefur glímt við fjármálakreppu undanfarin misseri en hún ágerðist eftir að Mauricio Macri, forseti, beið ósigur í forkosningum fyrir forsetakosningar í síðasta mánuði. Gengi pesóans hrundi í kjölfarið. Forsetakosningarnar fara fram í október. Verðbólga mældist 22% á fyrri helmingi ársins og hagkerfið dróst saman um 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins. Áætlað er að um þrjár milljónir Argentínumanna hafi lent undir fátæktarmörkum undanfarið ár. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lánaði Argentínu 56 milljarða dollara í fyrra. Forsvarsmenn hans segjast ætla að vinna náið með argentínskum stjórnvöldum í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru lögð á.
Argentína Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira