Enn ein óværan á Facebook gerir fólki lífið leitt Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 15:01 Skjáskot af birtingarmynd óværunnar sem ferðast nú um Facebook á ógnarhraða. Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Fjölmargir sem nota samskiptaforritið Facebook, sem eru flestir Íslendingar, hafa ýmist verið merktir í færslu eða hafa séð í fréttaveitu sinni, auglýsta af miklum móð undraformúlu sem á að grenna þann sem neytir á undraskömmum tíma. Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það líklega þannig; rugl, ergelsi og firra. Og svo er með þetta sem er einskonar vírus eða óværa.Standard Facebook-ormur Ágúst Jóhann Auðunsson er deildarstjóri Kerfisþjónustu Sýnar og Vísir spurði hann hvað þetta væri eiginlega? Hann sagðist ekki finna neitt staðfest um þetta tiltekna fyrirbæri, líklega væri þetta einhver óværa. „Annars væri ég alveg til í þetta undralyf ef þú kemst að öðru,“ segir Ágúst Jóhann léttur í bragði. „Líklegast er þetta standard „Facebook Ormur“ sem sækir forritsstubb við smell og póstar þá sambærilega á FB síðu viðkomandi og svo koll af kolli. Mögulega er þarna eitthvað verra á ferðinni Keylogger, vírus, botnet og svo framvegis sem er að safna og senda uppl/innslátt notenda til höfundar.“Ágúst Jóhann lætur sér hvergi bregða og hvetur til þess að fólk á samfélagsmiðlum beiti heilbrigðri skynsemi á netinu.visir/vilhelmDeildarstjórinn segir að það óþarfa að bregðast við með þeim hætti að öskra, slökkva á tölvunni og hlaupa úr húsi. „Að tilkynna til Facebook er nokkuð sem allir sem verða að gera til að almenningur eigi séns í viðureigninni við óværurnar,“ segir Ágúst Jóhann sem vill brýna fyrir mannskapnum á netinu almenna skynsemi í umgengni við óværu af þessu tagi. Þar séu engar töfralausnir í boði.Uppfæra, keyra og skannaEr vert að henda þeim af vinalista sem merkir mann í slíkum pósti? „Það er óþarfi, nema viðkomandi sé endurtekið að pósta óværum, frekar að vera með varann á varðandi öll innslög frá viðkomandi, sem og frá öllum öðrum.“Hvað er best fyrir þá sem eru að dreifa þessu að gera?„Uppfæra, keyra og skanna tölvuna með vírusvörn. Uppfæra stýrikerfi og netvafra. Stofna beiðni hjá FB vegna sýkingar. Fylgjast með næstu daga þegar betur kemur í ljós hvaða óværa þetta er, og bregðast við í samræmi við það.“ Ágúst Jóhann bendir á að menn geti sé hvað þeir hafa verið að gera með því að fara á: „https://www.facebook.com/me/allactivity Activity log“. Þar sjá menn hvort þeir séu enn þá að senda út einhverjar óværur. Þá má lesa sig nánar um vírusa hér.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira