Tap útgefanda Morgunblaðsins, Mbl og K100 áttfaldast á tveimur árum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2019 15:34 Höfuðstöðvar Árvakurs í Hádegismóum við Rauðavatn. Vísir/Vilhelm Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100. Rekstur fyrirtækisins hefur orðið stöðugt erfiðari undanfarin ár. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna.Morgunblaðið greinir sjálft frá rekstri Árvakurs í blaði dagsins. Þar segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kemur þó fram í hverju aðgerðirnar felast en fréttastofa hefur sent Haraldi fyrirspurn þess efnis. Haraldur segir rekstrarumhverfið fjölmiðla afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sé sífellt erfiðari en þá hafi neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefur verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Eignir Árvakurs námu um tveimur milljörðum króna um áramót og var eiginfjárhlutfall rúm 28 prósent. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, á stærstan hlut í Árvakri eða um 20 prósent en nánar má lesa um eignarhaldið hér. Auglýsingar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01 Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Árið 2018 reyndist Árvakri hf. erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100. Rekstur fyrirtækisins hefur orðið stöðugt erfiðari undanfarin ár. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna.Morgunblaðið greinir sjálft frá rekstri Árvakurs í blaði dagsins. Þar segir Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kemur þó fram í hverju aðgerðirnar felast en fréttastofa hefur sent Haraldi fyrirspurn þess efnis. Haraldur segir rekstrarumhverfið fjölmiðla afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sé sífellt erfiðari en þá hafi neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefur verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Eignir Árvakurs námu um tveimur milljörðum króna um áramót og var eiginfjárhlutfall rúm 28 prósent. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, á stærstan hlut í Árvakri eða um 20 prósent en nánar má lesa um eignarhaldið hér.
Auglýsingar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01 Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57
Kaup Árvakurs og 365 á Póstmiðstöðinni samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Póstmiðstöðin er dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra miðla. 3. desember 2018 13:01
Lögðu Þórsmörk til 200 milljónir í nýtt hlutafé Hlutafé Þórsmerkur, eiganda útgáfufélags Morgunblaðsins og tengdra fjölmiðla, var aukið um 200 milljónir króna í vetur. Þetta staðfestir Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Þórsmerkur, í samtali við Fréttablaðið. 14. febrúar 2019 08:00