Sautján mínútna viðtal við Milos: Ræðir um unga íslenska leikmenn og segir Andra Yeoman hinn fullkomna miðjumann Anton Ingi Leifsson skrifar 4. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira. Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic ræddi á dögunum ítarlega við Hörð Magnússon um íslenska boltann, sænska boltann og þjálfarastarfið svo eitthvað sé nefnt. Hluti af viðtalinu var birt í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Milos fór yfir víðan völl. Nú má sjá viðtalið við Milos í heild sinni hér að neðan en hann ræðir meðal annars um hvernig það kom til að hann fór úr því að vera aðstoðarþjálfari Mjallby í að vera aðalþjálfari. „Aðalþjálfarinn hann Jónas átti stórt fyrirtæki og hann gat bara ekki púslað þessu saman. Við vorum með þrettán stig í þriðju efstu deild er hann ákvað að hætta,“ sagði Milos. „Hann sagði við mig að ég mætti ákveða hvort ég yrði áfram en ég stökk til og varð áfram því ég var nýbúinn að koma mér fyrir. Við vorum besta liðið, spiluðum skemmtilegan sóknarbolta og fengum flest stig af öllum liðum í Svíþjóð.“Milos er hann stýrði Breiðablik.vísir/vilhelmÞegar hann ræddi um unga íslenska leikmenn er Milos með góð ráð fyrir þá. „Þegar ungir leikmenn fara út þurfa þeir að velja rétta umhverfið. Í mínum augum þá eiga leikmenn sem eru ekki með topp gæði, þá eiga þeir ekki að koma í sænsku B-deildina. Þeir þurfa að fara til Hollands eða Belgíu og læra að spila fótbolta og verða góðir landsliðsmenn.“ „Þeir sem eru mjög góðir þurfa að koma í sænsku B-deildina til dæmis og spila meistaraflokks fótbolta í hárri ákefð. Ef þeir gera það í tvö ár þá er allt opið. Leikmenn í B-deildinni þar fara til Portúgals, Grikklands og í efstu deildirnar í Skandinavíu.“ Þegar Milos var spurður hvort að hann hafi hrifist sérstaklega af einhverjum leikmanni hér heima í sumar lá ekki á svörum. „Eins og allir vita er hinn fullkomni miðjumaður fyrir mig Andri Rafn Yeoman. Yngri leikmennirnir fara alveg á taugum en Brynjólfur í Breiðablik er mjög skemmtilegur og Guðmundur Andri eins og allir vissu og Valgeir í HK. Ungu strákarnir eru að spila mjög vel.“ Þetta afar ítarlega og fróðlega viðtal við Milos má sjá hér að ofan þar sem hann fer meðal annars yfir tímann í Víkingi, hvernig hann vinnur í Svíþjóð og margt, margt fleira.
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira