Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 14:54 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingflokksfundarins í Valhöll í dag. Hann situr á milli þeirra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem gegnir stöðu dómsmálaráðherra, og Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns, sem talinn er líklegur arftaki Þórdísar í dómsmálaráðuneytinu. vísir/vilhelm Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00