Bale: Er ekki glaður þegar ég spila fyrir Real Madrid
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport



Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


Allt kom fyrir ekki og Bale er enn leikmaður Real Madrid. Hann er nú staddur í landsliðsverkefni með Wales og talaði hreint út þegar hann fór í viðtal við SkySports fréttastofuna.
„Ég var gerður að blóraböggli og ég verð að taka það á kassann þó það hafi ekki endilega verið sanngjarnt. Lokaspretturinn á síðasta tímabili var erfiður, ekki bara fyrir mig heldur allt liðið,“ segir Bale.
Bale skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-2 jafntefli gegn Villarreal um síðustu helgi en fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma.
„Ég myndi ekki segja að ég sé glaður þegar ég er að spila. En þegar ég spila kem ég fram sem atvinnumaður og legg mig allan fram, bæði þegar ég spila með félagsliði og landsliði,“
„Ef ég á að vera hreinskilinn reikna ég með að þessi ólga haldi áfram. Real Madrid verður að svara fyrir það en þetta er á milli mín og þeirra og við verðum að komast að einhverri niðurstöðu,“ segir Bale.