Áhrif hlýnunar á minjar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2019 10:00 Guðmundur er ánægður á heimaslóðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann er að byggja hús á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. „Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Ég kem kannski ekki til með að leysa öll heimsins vandamál en ég ætla að fara aðeins yfir það hvaða áhrif hækkandi hitastig og aukin úrkoma geta haft á varðveislu minja, bæði standandi og undir yfirborði.“ Þetta segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, um erindi sitt á málþingi í Kakalaskála í dag. Guðmundur er þátttakandi, fyrir Íslands hönd, í verkefni sem nefnist Aðlögun menningarminja á Norðurslóðum að loftslagsbreytingum og kveðst ætla að lýsa því svolítið á málþinginu. Hann nefnir hækkun sjávarborðs og breytingar á útbreiðslu dýra, smárra og stórra, meðal þess sem fylgi breytingum á veðrakerfum. „Veggjatítlur nema lönd þegar skilyrði batna fyrir þær. Svo hverfa minjar í gróður í auknum mæli og aukin hætta er á gróðureldum.“ Ýmislegt er sérstakt við Ísland sem ekki er alheimsvandamál, að sögn Guðmundar. „Í okkar umhverfi eru margar minjar úr torfi og grjóti og það byggingarefni bregst öðruvísi við aukinni úrkomu en grjóthlaðnir kastalar í öðrum löndum,“ tekur hann sem dæmi. Guðmundur kveðst hafa unnið í tíu ár hjá hjá Guðnýju Zoëga í fornleifadeild Skagfirðinga áður en hann hóf störf hjá Minjastofnun. „Þetta svæði er endalaus uppspretta rannsóknarefna á þessu sviði, sagan er við hvert fótmál hér eins og víðar. Þar sem búseta hefur verið frá landnámi, eða upp úr því, geymir jörðin heilmiklar upplýsingar. Það er því úr ýmsu að moða,“ segir hann og bendir á að Skagfirðingar hafi verið duglegir að halda utan um menningararf sinn með ritun byggðasögu og starfrækslu fornleifadeildar hjá Byggðasafni Skagfirðinga. Nefnir líka stóra fornleifauppgrefti á Hólum og í Hegranesi sem unnið hafi verið að síðasta áratuginn. Guðmundur er að byggja á jörð foreldra sinna á Kringlumýri. Þar stendur Kakalaskáli og í honum var opnuð sögu- og listasýning um Þórð kakala í lok ágúst. „Það voru 14 listamenn frá tíu þjóðlöndum sem unnu hér í þrjár vikur í listamannabúðum í vor, hver og einn skilaði tveimur verkum og einhverjum sameiginlegum. Þau mynda sýninguna og svo er hlýtt á leiðsögn föður míns, Sigurðar Hansen, á ferðalagi gegnum þessa sýningu.“ Málþingið er opið öllum endurgjaldslaust.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira