Ólafía og Guðrún Brá úr leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 10:00 Ólafía Þórunn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn var tveimur höggum frá niðurskurðinum, hún fór fyrri hringina tvo á einu höggi undir pari en spila þurfti á þremur undir til þess að fara áfram. Annar hringurinn hjá Ólafíu var mjög stöðugur, hún fékk tvo fugla og tvo skolla en spilaði annars á pari og kom í hús á pari vallarins. Mótið var áttunda mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni í ár, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Hin ástralska Hannah Green er með fimm högga forystu á toppnum á 17 höggum undir pari eftir að hafa farið annan hringinn á sjö fuglum og einum erni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst heldur ekki í gegnum niðurskurð, en hún keppti á Scandic PGA meistaramótinu í Svíþjóð. Það mót er hluti af LET Access mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu. Guðrún Brá átti góðan fyrsta dag í Svíþjóð en náði sér ekki á strik á öðrum hring, spilaði á þremur höggum yfir pari og var samtals í mótinu á tveimur höggum yfir pari, sem var einu höggi frá niðurskurðinum. Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn var tveimur höggum frá niðurskurðinum, hún fór fyrri hringina tvo á einu höggi undir pari en spila þurfti á þremur undir til þess að fara áfram. Annar hringurinn hjá Ólafíu var mjög stöðugur, hún fékk tvo fugla og tvo skolla en spilaði annars á pari og kom í hús á pari vallarins. Mótið var áttunda mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni í ár, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Hin ástralska Hannah Green er með fimm högga forystu á toppnum á 17 höggum undir pari eftir að hafa farið annan hringinn á sjö fuglum og einum erni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst heldur ekki í gegnum niðurskurð, en hún keppti á Scandic PGA meistaramótinu í Svíþjóð. Það mót er hluti af LET Access mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu. Guðrún Brá átti góðan fyrsta dag í Svíþjóð en náði sér ekki á strik á öðrum hring, spilaði á þremur höggum yfir pari og var samtals í mótinu á tveimur höggum yfir pari, sem var einu höggi frá niðurskurðinum.
Golf Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira