Kauphegðunin breytist hratt Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. ágúst 2019 07:30 Breki Karlsson er hagfræðingur að mennt og formaður Neytendasamtakanna. Hann hefur ekki áhyggjur af þróun verslunar. Fréttablaðið/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir erfitt að spá um framtíð verslunar. „Ég er hagfræðingur og hagfræðingum er tamt að segja á morgun af hverju spáin sem þeir gerðu í gær, sé röng í dag. Það er erfitt að spá um hvað framtíðin ber í skauti sér. En víst er að kauphegðun er að breytast mjög mikið og mjög hratt,“ segir hann og segir vísbendingar um miklar breytingar í nágrannalöndum okkar. „Þess vegna myndi ég vilja stórefla neytendarannsóknir á Íslandi svo við getum betur gert okkur grein fyrir þróuninni og brugðist við henni,“ segir Breki.Hefðbundin verslun á undanhaldi? Víða í stórborgum erlendis eru hefðbundin verslunarrými á undanhaldi. Ekki þarf annað en að ganga um götur í London eða New York til að sjá auð verslunarrými á áður eftirsóttum götum. Leiguverð á atvinnuhúsnæði fer hækkandi víðar en í Reykjavík. „Ég hef satt að segja ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ég trúi því að þetta muni allt finna sér farveg og rýmin fyllist á ný.“ Mikilvægt sé þó að borgaryfirvöld séu meðvituð um þróunina. „Borgarumhverfið tekur sífelldum breytingum. Það er til dæmis magnað að sjá gamlar myndir af mjólkurbúðum í öllum hverfum Reykjavíkur. Með breyttri tækni og lögum hurfu þær allar og rýmin þar sem þær voru fengu annað hlutverk. Skipulag borga tekur þannig breytingum og verður á hverjum tíma að taka mið af breytingum í þjóðfélaginu.“ Breki segir eigendur hefðbundinna verslana ekki eiga að óttast aukningu í netverslun. „Þeir geta brugðist við á margan hátt. Til dæmis má nefna að áhugi á hægari lífsstíl og verslun og framleiðslu í heimabyggð er að stóraukast. En aftur, ef við hefðum betri neytendarannsóknir gætu verslunareigendur einnig tekið betri ákvarðanir um hvernig sé best að bregðast við breyttum háttum.“Hefðbundin verslun er að taka stórfelldum breytingum. Það setur svip á borgir heimsins. Vísbendingar eru um miklar breytingar.Fréttablaðið/AntonNý reglugerð eflir neytendur Hingað til eru mörg dæmi þekkt um að neytendur hafi ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta á netinu nema að vera búsettir í því landi þar sem netverslunin er starfrækt eða að seljandi hafi ákveðið að selja eingöngu til ákveðinna landa. Þegar ný EES-tilskipun tekur gildi, sem samþykkt var í desember 2018, verður slíkt óheimilt. Breki segir þetta munu hafa mikil og jákvæð áhrif á neytendur. „Reglugerðin snýr raunar að afnámi óréttmætra landfræðilegra hindrana og annars konar mismununar á grundvelli þjóðernis viðskiptavina, búsetu eða staðsetningu starfsstöðvar á EES-svæðinu. Þetta þýðir að vefverslunum er bannað að mismuna neytendum á grunni þjóðernis eða búsetu. Seljendum er því ekki lengur heimilt að neita því að selja vörur eða þjónustu vegna þess að kaupandi býr í öðru landi eða notar erlent greiðslukort,“ segir Breki. „Seljanda er þó ekki skylt að annast sendingu vöru. Því gæti komið til þess að kaupandi þurfi að annast sendinguna sjálfur.“Mörg mál á borði samtakanna Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. „Yfirleitt eru það mál sem varða ferðaskrifstofur og kaup á flugferðum. Þá leita margir til samtakanna til að leita upplýsinga um stöðu sína gagnvart vefverslunum sem telja sig eingöngu vera milligönguaðila. Ef vara reynist gölluð vísa þeir yfirleitt til þriðja aðila, sem á að vera söluaðilinn. Oft reynist þá erfitt að ná til þessa þriðja aðila. Réttarstaðan í slíkum málum er stundum umdeild, en Neytendasamtökin telja að sá aðili sem annast sölu sé í flestum tilvikum ábyrgur fyrir seldri vöru,“ útskýrir Breki en bætir við að neytendur hafi í raun ríkari rétt, kaupi þeir vöru eða þjónustu á netinu, en ef þeir kaupa á fastri starfsstöð seljanda. „Þannig hafa neytendur 14 daga til að falla frá samningi án þess að þurfa að gefa upp ástæðu. Þann rétt hafa þeir ekki ef þeir kaupa vöru eða þjónustu í verslun.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir erfitt að spá um framtíð verslunar. „Ég er hagfræðingur og hagfræðingum er tamt að segja á morgun af hverju spáin sem þeir gerðu í gær, sé röng í dag. Það er erfitt að spá um hvað framtíðin ber í skauti sér. En víst er að kauphegðun er að breytast mjög mikið og mjög hratt,“ segir hann og segir vísbendingar um miklar breytingar í nágrannalöndum okkar. „Þess vegna myndi ég vilja stórefla neytendarannsóknir á Íslandi svo við getum betur gert okkur grein fyrir þróuninni og brugðist við henni,“ segir Breki.Hefðbundin verslun á undanhaldi? Víða í stórborgum erlendis eru hefðbundin verslunarrými á undanhaldi. Ekki þarf annað en að ganga um götur í London eða New York til að sjá auð verslunarrými á áður eftirsóttum götum. Leiguverð á atvinnuhúsnæði fer hækkandi víðar en í Reykjavík. „Ég hef satt að segja ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ég trúi því að þetta muni allt finna sér farveg og rýmin fyllist á ný.“ Mikilvægt sé þó að borgaryfirvöld séu meðvituð um þróunina. „Borgarumhverfið tekur sífelldum breytingum. Það er til dæmis magnað að sjá gamlar myndir af mjólkurbúðum í öllum hverfum Reykjavíkur. Með breyttri tækni og lögum hurfu þær allar og rýmin þar sem þær voru fengu annað hlutverk. Skipulag borga tekur þannig breytingum og verður á hverjum tíma að taka mið af breytingum í þjóðfélaginu.“ Breki segir eigendur hefðbundinna verslana ekki eiga að óttast aukningu í netverslun. „Þeir geta brugðist við á margan hátt. Til dæmis má nefna að áhugi á hægari lífsstíl og verslun og framleiðslu í heimabyggð er að stóraukast. En aftur, ef við hefðum betri neytendarannsóknir gætu verslunareigendur einnig tekið betri ákvarðanir um hvernig sé best að bregðast við breyttum háttum.“Hefðbundin verslun er að taka stórfelldum breytingum. Það setur svip á borgir heimsins. Vísbendingar eru um miklar breytingar.Fréttablaðið/AntonNý reglugerð eflir neytendur Hingað til eru mörg dæmi þekkt um að neytendur hafi ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta á netinu nema að vera búsettir í því landi þar sem netverslunin er starfrækt eða að seljandi hafi ákveðið að selja eingöngu til ákveðinna landa. Þegar ný EES-tilskipun tekur gildi, sem samþykkt var í desember 2018, verður slíkt óheimilt. Breki segir þetta munu hafa mikil og jákvæð áhrif á neytendur. „Reglugerðin snýr raunar að afnámi óréttmætra landfræðilegra hindrana og annars konar mismununar á grundvelli þjóðernis viðskiptavina, búsetu eða staðsetningu starfsstöðvar á EES-svæðinu. Þetta þýðir að vefverslunum er bannað að mismuna neytendum á grunni þjóðernis eða búsetu. Seljendum er því ekki lengur heimilt að neita því að selja vörur eða þjónustu vegna þess að kaupandi býr í öðru landi eða notar erlent greiðslukort,“ segir Breki. „Seljanda er þó ekki skylt að annast sendingu vöru. Því gæti komið til þess að kaupandi þurfi að annast sendinguna sjálfur.“Mörg mál á borði samtakanna Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. „Yfirleitt eru það mál sem varða ferðaskrifstofur og kaup á flugferðum. Þá leita margir til samtakanna til að leita upplýsinga um stöðu sína gagnvart vefverslunum sem telja sig eingöngu vera milligönguaðila. Ef vara reynist gölluð vísa þeir yfirleitt til þriðja aðila, sem á að vera söluaðilinn. Oft reynist þá erfitt að ná til þessa þriðja aðila. Réttarstaðan í slíkum málum er stundum umdeild, en Neytendasamtökin telja að sá aðili sem annast sölu sé í flestum tilvikum ábyrgur fyrir seldri vöru,“ útskýrir Breki en bætir við að neytendur hafi í raun ríkari rétt, kaupi þeir vöru eða þjónustu á netinu, en ef þeir kaupa á fastri starfsstöð seljanda. „Þannig hafa neytendur 14 daga til að falla frá samningi án þess að þurfa að gefa upp ástæðu. Þann rétt hafa þeir ekki ef þeir kaupa vöru eða þjónustu í verslun.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira