Stjarnan búin að draga kvennaliðið sitt úr keppni í tveimur deildum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 14:30 Dani Rodriguez spilar með KR í vetur en verður líka aðstoðarþjálfari stúlknaflokks, 10. flokks og 9. flokks hjá Stjörnunni. Vísir/Vilhelm Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira
Ekkert verður að því að Stjarnan spili í 1. deild kvenna í körfubolta á komandi vetri eins og stefnan var sett á eftir að félagið dró lið sitt úr Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan réð í gær Margréti Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar en samningurinn er til þriggja ára. Margrét er þó aðeins að fara að þjálfa yngri flokka hjá félaginu til að byrja með því enginn meistaraflokkur kvenna verður starfræktur hjá Stjörnunni á komandi tímabili. Margrét mun þjálfa stúlknaflokk Stjörnunnar og henni til aðstoðar verður Danielle Rodriguez. Stjarnan komst í bikarúrslit og undanúrslit Domino´s deildar kvenna á síðustu leiktíð en dró síðan lið sitt úr keppni í Domino´s deild kvenna fyrr í sumar. Stjarnan ætlaði að vera með í 1. deildinni en nú hefur félagið einnig hætt við keppni í 1. deild kvenna. Stjarnan var lengi að ráða þjálfara og formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni segir að sú staða hafi þýtt að liðið missti enn fleiri leikmenn í framhaldinu. „Við erum, að mati þjálfara hjá okkur og þjálfara sem við ráðfærðum okkur við, ekki með lið sem á erindi í 1. deild. Við þurfum því að taka einu skrefi lengra en við ætluðum okkur. Við erum því að einbeita okkur að því að byggja upp þessa yngri flokka sem við erum með,“ segir Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistarflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni. „Við vildum ekki aftur vera í þeirri stöðu að lenda í því að ári að vera með lið sem við erum að búa til úr „aðkomustúlkum“ en ekki úr uppöldum Stjörnustelpum. Við vonumst síðan til að vera komin í 1. deildina að ári,“ segir Birgir Kaldal. Hann segir að það að draga kvennalið félagsins úr tveimur deildum sama sumarið hafi verið ömurlegt. „Ég get sagt þér það að þetta hefur ekki verið skemmtilegt sumar fyrir nýjan stjórnarmann í körfuknattleiksdeild Stjörnunnar og alls ekki það sem ég ætlaði að fara að gera í Stjörnunni,“ segir Birgir Kaldal. Hann horfir nú til framtíðar og vonast til að skila af sér meistaraflokksliði aftur á næsta ári. Birgir Kaldal talar líka hreint út um stöðuna á kvennaliði Stjörnunnar síðustu ár sem hann segir uppskrift sem gat aldrei gengið upp. „Við erum búin að vera í þeirri stöðu undanfarin ár að kjarninn í liðinu hefur verið Dani Rodriguez og svo höfum við byggt utan á það. Það til langframa tekur allt of mikinn tíma, allt of mikla orku og kostar allt of mikið,“ segir Birgir Kaldal sem er á því að léleg mæting á leiki Stjörnuliðsins síðasta vetur þrátt fyrir velgengni væri að það væri engin tenging við samfélagið í liðinu. Nú á að búa til kjarna meistaraflokks Stjörnunnar úr uppöldum Stjörnustelpum. „Við erum með stúlknaflokk, 10. flokk og 9. flokk sem eru að æfa saman undir handleiðslu Margrétar og Dani. Dani Rodriguez er aðstoðarþjálfari í því prógrammi. Það verður mikið að gera hjá Dani þvi hún er að fara að spila með KR en þetta er samningurinn sem var gerður í sumar. Við þurfum að taka tillit til hennar spilatíma og til hennar æfingatíma,“ segir Birgir Kaldal. Hann fagnar komu nýja þjálfarans. „Þegar við vorum komin í þessa stöðu þá gátum við ekki verið ánægðari með að fá Möggu inn í prógrammið. Það er himnasending,“ segir Birgir Kaldal um nýja þjálfarann Margréti Sturlaugsdóttur sem fyrr í sumar varð fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Fleiri fréttir Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira