Guðrún nýtur áfram trausts formanns VR Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Guðrún Johnsen. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bera fullt traust til Guðrúnar Johnsen sem fulltrúa stéttarfélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna en hún var stjórnarformaður Arion banka þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017. Breytingarnar, sem tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra starfslokagreiðslur til Höskuldar upp á samtals 150 milljónir þegar hann lét af störfum í apríl á þessu ári. Guðrún er meðal þeirra fjögurra sem VR skipaði í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um miðjan ágúst. Áformað er að hún verði næsti stjórnarformaður sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið segist Ragnar Þór „treysta henni fullkomlega“ til þess að taka sæti sem fulltrúi VR í stjórn lífeyrissjóðsins og vinna þar góð verk. „Hún hefur sýnt það og sannað. Ein ákvörðun varðandi þessi starfskjör bankastjórans, sem ég tek fram að mér finnst algjörlega siðlaus, og ég get ekki svarað nákvæmlega hver aðkoma hennar var, breytir því ekki.“ Breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar voru gerðar í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, steig til hliðar í maí 2017. Þá tók Guðrún, sem hafði áður verið varaformaður stjórnarinnar, við formennsku og gegndi hlutverkinu tímabundið frá maí til júní 2017. Leiddi hún vinnu stjórnarinnar við breytingarnar á samningi Höskuldar. Þær voru samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans, meðal annars fulltrúa Bankasýslu ríkisins. Ragnar Þór brást hart við fréttum af starfslokagreiðslu Höskuldar og benti á að hún jafngilti lágmarkslaunum í 40 ár. „Þetta var greiðsla fyrir að hætta störfum vegna þess að afkoma bankans, undir hans stjórn, var undir væntingum,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína. Ragnar Þór segist hafa verið meðvitaður um að Guðrún hafi setið í stjórn bankans þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar en segist ekki vera viss um hvenær bætt var við uppsagnarfrestinn eða hver aðkoma Guðrúnar að því hafi verið. „Við gerðum okkur hins vegar fulla grein fyrir störfum hennar sem stjórnarmanns þegar hún gerði athugasemdir við Bakkavararmálið þar sem lífeyrissjóðir, ríkisbankinn og ríkið urðu hugsanlega af 50 milljörðum króna í viðskiptum sínum við bræðurna,“ segir Ragnar og vísar þar til sölu á eignarhlut Arion banka og lífeyrissjóða í matvælafyrirtækinu Bakkavör til stofnenda fyrirtækisins í janúar 2016. Fram kom í minnisblaði sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðuneytinu, og Markaðurinn greindi frá síðasta haust, að Guðrún hefði greitt atkvæði gegn sölunni í Bakkavör og lagt til að gerð yrði könnun á söluferlinu. Sú tillaga var felld. Þá segir Ragnar Þór einnig að aðkoma Guðrúnar að „rannsóknarskýrslu Alþingis geri hana að einum hæfasta stjórnanda sem ég þekki til og myndi vilja sjá innan stjórnar lífeyrissjóðsins. Hún hefur fáheyrða innsýn inn í fjármálakerfið.“ Markmiðið með þeim breytingum sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta hans fram að útboði og skráningu og í framhaldi af henni. Kirstín Þ. Flygenring, sem var fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn bankans á þeim tíma, lét hafa það eftir sér í Fréttablaðinu að hún hefði „átt við ofurefli að etja“ þegar breytingarnar voru samþykktar í stjórn. „Mér fannst of vel í lagt“ en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þegar Monica Caneman hætti sem stjórnarformaður. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ sagði Kirstín. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist bera fullt traust til Guðrúnar Johnsen sem fulltrúa stéttarfélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna en hún var stjórnarformaður Arion banka þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar Ólafssonar, þáverandi bankastjóra, um mitt ár 2017. Breytingarnar, sem tengdust uppsagnarfresti og samningi um starfslok, þýddu að bankinn þurfti að gjaldfæra starfslokagreiðslur til Höskuldar upp á samtals 150 milljónir þegar hann lét af störfum í apríl á þessu ári. Guðrún er meðal þeirra fjögurra sem VR skipaði í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um miðjan ágúst. Áformað er að hún verði næsti stjórnarformaður sjóðsins. Í samtali við Fréttablaðið segist Ragnar Þór „treysta henni fullkomlega“ til þess að taka sæti sem fulltrúi VR í stjórn lífeyrissjóðsins og vinna þar góð verk. „Hún hefur sýnt það og sannað. Ein ákvörðun varðandi þessi starfskjör bankastjórans, sem ég tek fram að mér finnst algjörlega siðlaus, og ég get ekki svarað nákvæmlega hver aðkoma hennar var, breytir því ekki.“ Breytingar á ráðningarsamningi Höskuldar voru gerðar í kjölfar þess að þáverandi stjórnarformaður bankans, Monica Caneman, steig til hliðar í maí 2017. Þá tók Guðrún, sem hafði áður verið varaformaður stjórnarinnar, við formennsku og gegndi hlutverkinu tímabundið frá maí til júní 2017. Leiddi hún vinnu stjórnarinnar við breytingarnar á samningi Höskuldar. Þær voru samþykktar samhljóða af öllum stjórnarmönnum bankans, meðal annars fulltrúa Bankasýslu ríkisins. Ragnar Þór brást hart við fréttum af starfslokagreiðslu Höskuldar og benti á að hún jafngilti lágmarkslaunum í 40 ár. „Þetta var greiðsla fyrir að hætta störfum vegna þess að afkoma bankans, undir hans stjórn, var undir væntingum,“ skrifaði hann á Facebook-síðu sína. Ragnar Þór segist hafa verið meðvitaður um að Guðrún hafi setið í stjórn bankans þegar breytingar voru gerðar á ráðningarsamningi Höskuldar en segist ekki vera viss um hvenær bætt var við uppsagnarfrestinn eða hver aðkoma Guðrúnar að því hafi verið. „Við gerðum okkur hins vegar fulla grein fyrir störfum hennar sem stjórnarmanns þegar hún gerði athugasemdir við Bakkavararmálið þar sem lífeyrissjóðir, ríkisbankinn og ríkið urðu hugsanlega af 50 milljörðum króna í viðskiptum sínum við bræðurna,“ segir Ragnar og vísar þar til sölu á eignarhlut Arion banka og lífeyrissjóða í matvælafyrirtækinu Bakkavör til stofnenda fyrirtækisins í janúar 2016. Fram kom í minnisblaði sem Bankasýslan skrifaði fjármálaráðuneytinu, og Markaðurinn greindi frá síðasta haust, að Guðrún hefði greitt atkvæði gegn sölunni í Bakkavör og lagt til að gerð yrði könnun á söluferlinu. Sú tillaga var felld. Þá segir Ragnar Þór einnig að aðkoma Guðrúnar að „rannsóknarskýrslu Alþingis geri hana að einum hæfasta stjórnanda sem ég þekki til og myndi vilja sjá innan stjórnar lífeyrissjóðsins. Hún hefur fáheyrða innsýn inn í fjármálakerfið.“ Markmiðið með þeim breytingum sem gerðar voru á ráðningarsamningi Höskuldar var að tryggja að bankinn nyti starfskrafta hans fram að útboði og skráningu og í framhaldi af henni. Kirstín Þ. Flygenring, sem var fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn bankans á þeim tíma, lét hafa það eftir sér í Fréttablaðinu að hún hefði „átt við ofurefli að etja“ þegar breytingarnar voru samþykktar í stjórn. „Mér fannst of vel í lagt“ en menn hafi „endilega viljað halda“ í Höskuld þegar Monica Caneman hætti sem stjórnarformaður. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ sagði Kirstín.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira