Dauðþreyttir á tölvuleikjafíklinum Dembele sem skrópaði í læknisskoðun Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2019 15:30 Dembele í leiknum umrædda á föstudagskvöldið síðasta. vísir/getty Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00. Spænski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00.
Spænski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira