Eldur kom upp í rútu upp við iðnaðarbil á Akureyri skömmu eftir klukkan 18 í kvöld. Eldurinn sem var töluverður kom upp í þeim hluta bæjarins sem ber póstnúmerið 603.
Slökkvilið var kallað á svæðið en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á Akureyri munaði minnstu að eldurinn, sem var talsverður, næði að berast í iðnaðarbilið sem fylltist af reyk.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem olli þó skemmdum á iðnaðarhúsnæðinu, nærliggjandi bílum og á rútunni sem er gjörónýt.
Engin slys urðu á fólki vegna eldsvoðans.
Eldur í rútu á Akureyri
Andri Eysteinsson skrifar
