Rory aðeins fjórði kylfingurinn sem kemst í tíu milljarða hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 11:30 Rory McIlroy var frábær á síðasta móti tímabilsins. Getty/ Cliff Hawkins Norður Írinn Rory McIlroy var frábær á lokamóti FedEx bikarsins og tryggði sér öruggan sigur og næstum því tvo milljarða í verðlaunafé með stórglæsilegri spilamennsku. Rory McIlroy endaði Tour Championship á 18 höggum undir pari en í raun lék hann hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Samkvæmt nýjum reglum FedEx bikarsins þá koma menn með forgjöf inn á mótið út frá frammistöðu manna í mótinu á undan. Rory byrjaði því á fimm höggum undir pari og fimm höggum á eftir efsta manni. Hann vann það upp og tryggði sér sigurinn með því að leika lokahringinn á fjórum höggum undir pari. Með þessum sigri varð Rory McIlroy aðeins annar maðurinn á eftir Tiger Woods sem nær að vinna FedEx bikarinn tvisvar sinnum en Rory vann hann einnig árið 2016. Rory McIlroy komst einnig í annan úrvalshóp með því að tryggja sér fimmtán milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé.Rory McIlroy is the 2019 FedexCup Champion. After winning the TOUR Championship, he became the 2nd player to win multiple FedExCups along with Tiger Woods. He finished the 2018-19 season with $24.3M in total earnings, the most in a single season in @PGATOUR history. pic.twitter.com/o7vvczkrdL — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2019Með þessum fimmtán milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum íslenska króna, er Rory búinn að vinna sér inn 24,3 milljónir dala í verðlaunafé á þessu ári. Enginn kylfingur hefur unnið sér i svo mikinn pening á einu ári. Þessar rúmu 24 milljónir Bandaríkjadala, sem norður-írski kylfingurinn vann sér inn á árinu 2019, sáu einnig til þess að Rory McIlroy er kominn yfir 80 milljónir dala, tæpa tíu milljarða íslenskra króna, í heildarverðlaunafé á ferlinum. Það eru aðeins þrír aðrir kylfingar sem hafa náð því en það eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson og Vijay Singh. Tiger er sá eini af þeim sem er kominn yfir hundrað milljónir Bandaríkjadala. $83.8 million: Rory McIlroy’s updated career earnings after he wins the Tour Championship & the FedEx Cup. The $15 million prize makes him only the 4th golfer to earn more than $80M on the course (counting FedEx $), joining Vijay Singh, Tiger Woods and Phil Mickelson. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 25, 2019Rory McIlroy hélt upp á þrítugs afmælið sitt fyrr á þessu ári og hefur allt til alls til að bæta vel við þetta verðlaunafé sitt í framtíðinni. Hann hefur unnið fjögur risamót á ferlinum eða öll risamót í boði nema nema Mastersmótið. Rory vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska mótið 2011 og Opna breska meistaramótið 2014. Árið 2019 var frábært hjá honum fyrir utan vonbrigðin á fyrsta hring á heimavelli á Opna breska meistaramótinu í sumar og svo enn eitt svekkelsið á Mastersmótinu í ár þar sem hann endaði í 21. sæti eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari. Rory vann The Players Championship í mars, Opna kanadíska mótið í júní og svo Tour Championship í lok ágúst. Þetta eru fleiri sigrar á mótum en samanlögð tvö ár á undan og kannski tákn um það sem koma skal hjá þessum vinsæla og skemmtilega kylfingi.Getty/Kevin C. Cox Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Norður Írinn Rory McIlroy var frábær á lokamóti FedEx bikarsins og tryggði sér öruggan sigur og næstum því tvo milljarða í verðlaunafé með stórglæsilegri spilamennsku. Rory McIlroy endaði Tour Championship á 18 höggum undir pari en í raun lék hann hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Samkvæmt nýjum reglum FedEx bikarsins þá koma menn með forgjöf inn á mótið út frá frammistöðu manna í mótinu á undan. Rory byrjaði því á fimm höggum undir pari og fimm höggum á eftir efsta manni. Hann vann það upp og tryggði sér sigurinn með því að leika lokahringinn á fjórum höggum undir pari. Með þessum sigri varð Rory McIlroy aðeins annar maðurinn á eftir Tiger Woods sem nær að vinna FedEx bikarinn tvisvar sinnum en Rory vann hann einnig árið 2016. Rory McIlroy komst einnig í annan úrvalshóp með því að tryggja sér fimmtán milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé.Rory McIlroy is the 2019 FedexCup Champion. After winning the TOUR Championship, he became the 2nd player to win multiple FedExCups along with Tiger Woods. He finished the 2018-19 season with $24.3M in total earnings, the most in a single season in @PGATOUR history. pic.twitter.com/o7vvczkrdL — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2019Með þessum fimmtán milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum íslenska króna, er Rory búinn að vinna sér inn 24,3 milljónir dala í verðlaunafé á þessu ári. Enginn kylfingur hefur unnið sér i svo mikinn pening á einu ári. Þessar rúmu 24 milljónir Bandaríkjadala, sem norður-írski kylfingurinn vann sér inn á árinu 2019, sáu einnig til þess að Rory McIlroy er kominn yfir 80 milljónir dala, tæpa tíu milljarða íslenskra króna, í heildarverðlaunafé á ferlinum. Það eru aðeins þrír aðrir kylfingar sem hafa náð því en það eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson og Vijay Singh. Tiger er sá eini af þeim sem er kominn yfir hundrað milljónir Bandaríkjadala. $83.8 million: Rory McIlroy’s updated career earnings after he wins the Tour Championship & the FedEx Cup. The $15 million prize makes him only the 4th golfer to earn more than $80M on the course (counting FedEx $), joining Vijay Singh, Tiger Woods and Phil Mickelson. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 25, 2019Rory McIlroy hélt upp á þrítugs afmælið sitt fyrr á þessu ári og hefur allt til alls til að bæta vel við þetta verðlaunafé sitt í framtíðinni. Hann hefur unnið fjögur risamót á ferlinum eða öll risamót í boði nema nema Mastersmótið. Rory vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska mótið 2011 og Opna breska meistaramótið 2014. Árið 2019 var frábært hjá honum fyrir utan vonbrigðin á fyrsta hring á heimavelli á Opna breska meistaramótinu í sumar og svo enn eitt svekkelsið á Mastersmótinu í ár þar sem hann endaði í 21. sæti eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari. Rory vann The Players Championship í mars, Opna kanadíska mótið í júní og svo Tour Championship í lok ágúst. Þetta eru fleiri sigrar á mótum en samanlögð tvö ár á undan og kannski tákn um það sem koma skal hjá þessum vinsæla og skemmtilega kylfingi.Getty/Kevin C. Cox
Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira