Einungis 1/3 allra fyrirtækja í heiminum ná að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 11:20 Í gegnum áranna rás hefur áhersla stjórnenda verið á að móta „réttu“ stefnuna og þegar komið hefur að því að innleiða þá stefnu er krafturinn uppurinn og daglegur rekstur farinn að soga til sína alla orkuna. En hvernig er hægt að forðast þennan pytt sem flest fyrirtæki detta í? Til að byrja með þarf stytta þann tíma sem fer í að móta stefnuna þannig að öll orkan sé ekki uppurin strax í upphafi. Einnig þarf að tryggja að sem flestir sem munu bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar innan fyrirtækisins komi að mótun hennar strax í upphafi þannig að það sé víðtækt eignarhald. Loks þarf að huga að því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná fram þeirri stefnu sem er verið að móta og hversu vel fyrirtækið er í stakk búið til að ná fram þeirri stefnu. Í síbreytilegu umhverfi er nánast ómögulegt að móta hina einu „réttu“ stefnu. Það sem skiptir máli er að vita fyrir hvað fyrirtækið stendur (hlutverk), hvert það er að fara (framtíðarsýn) og hvernig það ætlar að komast þangað (aðgerðaáætlun). Fyrirtæki geta síðan verið misjafnlega vel í stakk búin til að takast á við þær breytingar sem aðgerðaáætlunin kallar á og því þarf oft að fara í ákveðna undirbúningsvinnu eins og skipulagsbreytingar, sækja þekkingu og hæfni sem ekki er til staðar og/eða vinna í jarðveginum (menningunni) svo eitthvað sem nefnt. Í Hörpunni 23. september n.k. verður haldin í fyrsta sinn alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu – „Bold Strategy Summit ´19“. Þar munu helstu sérfræðingar heims á þessu sviði fjalla um ýmis tæki og tól og strauma og stefnur sem geta aðstoðað fyrirtæki í þeirri vegferð að ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Hvort sem fyrirtækið þitt er eitt af hverjum þremur sem nær að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt eða ekki þá er klárt að þessi ráðstefna á erindi til allra stjórnenda.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Strategiu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum áranna rás hefur áhersla stjórnenda verið á að móta „réttu“ stefnuna og þegar komið hefur að því að innleiða þá stefnu er krafturinn uppurinn og daglegur rekstur farinn að soga til sína alla orkuna. En hvernig er hægt að forðast þennan pytt sem flest fyrirtæki detta í? Til að byrja með þarf stytta þann tíma sem fer í að móta stefnuna þannig að öll orkan sé ekki uppurin strax í upphafi. Einnig þarf að tryggja að sem flestir sem munu bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar innan fyrirtækisins komi að mótun hennar strax í upphafi þannig að það sé víðtækt eignarhald. Loks þarf að huga að því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná fram þeirri stefnu sem er verið að móta og hversu vel fyrirtækið er í stakk búið til að ná fram þeirri stefnu. Í síbreytilegu umhverfi er nánast ómögulegt að móta hina einu „réttu“ stefnu. Það sem skiptir máli er að vita fyrir hvað fyrirtækið stendur (hlutverk), hvert það er að fara (framtíðarsýn) og hvernig það ætlar að komast þangað (aðgerðaáætlun). Fyrirtæki geta síðan verið misjafnlega vel í stakk búin til að takast á við þær breytingar sem aðgerðaáætlunin kallar á og því þarf oft að fara í ákveðna undirbúningsvinnu eins og skipulagsbreytingar, sækja þekkingu og hæfni sem ekki er til staðar og/eða vinna í jarðveginum (menningunni) svo eitthvað sem nefnt. Í Hörpunni 23. september n.k. verður haldin í fyrsta sinn alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu – „Bold Strategy Summit ´19“. Þar munu helstu sérfræðingar heims á þessu sviði fjalla um ýmis tæki og tól og strauma og stefnur sem geta aðstoðað fyrirtæki í þeirri vegferð að ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Hvort sem fyrirtækið þitt er eitt af hverjum þremur sem nær að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt eða ekki þá er klárt að þessi ráðstefna á erindi til allra stjórnenda.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Strategiu ehf.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar