Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtæki sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki.

Á annað hundrað manns hafa leitað til samtakanna eftir að hafa greitt okurvexti sem Neytendastofa hefur úrskurðað að hafi verið ólöglegir.

Dæmi eru um að fólk hafi þurft að greiða ríflega 13.000 prósenta vaxtakostnað fyrir smálán. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Drangsnesi þar sem félagsmálaráðherra undirritaði reglugerðarbreytingu um að íbúðalánasjóði sé nu heimilt að veita lán til byggingar á markaðssvæðum, þar sem misvægi er í byggingarskostnaði og markaðsvirði.

Fjallað verður um leiðtogafund G7 rikjanna, kosningabaráttu í Færeyjum og skelfilegt morðmál sem kom upp í Malmö í dag, þar sem kona var skotin á miðri götu. Vitni hafa lýst morðinu sem aftöku.

Einnig verður staðan tekin á grindhvalnum sem strandaði í fjörunni til móts við Eiðistorg en björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í allan dag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×