Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Dagleg notkun á rafrettum meðal ungra karlmanna fer minnkandi en aðra sögu er að segja af notkun ungra kvenna. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest fyrsta andlátið sem rekja má til notkunar rafrettna.

Það er skortur á langtímarannsóknum á rafrettum að sögn verkefnastjóra hjá Embætti landlæknis sem segir notkunina ekki skaðlausa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um gæsir á Reykjavíkurflugvelli. Sjúkraflugvélin sem rakst á gæsager í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í gær er mikið skemmd og verður ekki í rekstri næstu vikurnar samkvæmt upplýsingum frá Mýflugi.

Fjallað verður um bráðnun Grænlandsjökuls og einnig loðnubrestinn við Íslandsstrendur sem má að öllum líkindum rekja til hlýnunar jarðar.

Að endingu verður farið í Mýrdalinn. Mýrdælingar í ferðaþjónustu segjast sáttir við ferðamannasumarið sem er á pari við fyrrasumar.

Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×