„Við erum að tala um litla ísöld“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2019 20:00 Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn. Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Líkur eru á að rekja megi loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar að sögn prófessors við Kaliforníuháskóla. Hann segir að hægt sé að nýta upplýsingar um breytingar á göngum loðnunnar til að spá fyrir um hversu hratt loftslagsbreytingar eigi sér stað. Ef allt fer á versta veg og Grænlandsjökull heldur áfram að bráðna hraðar en fyrr eru líkur á ísöld. Útgerðarfélög hafa ekki fengið að veiða loðnu á vertíðinni vegna loðnubrests við Íslandsstrendur. Talið er að loðnan hafi haldið norðar á bóginn en áður í fæðuleit. Prófessor við Kaliforníuháskóla segir loðnubrestinn afleiðngu hlýnunar jarðar. „Við getum notað þessar breytingar á bæði göngum loðnunnar og hrygningarstöðum hennar til þess að spáí hversu hratt loftlagsbreytingarnar eru að eiga sér stað,“ sagði Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskóla og Háskóla Íslands. Hann segir að afleiðingar hlýnunar jarðar muni koma fram fyrr en spáð var. „Það hefur verið talið, vegna þess að fólk hefur ekki haft nógu góð reiknilíkön, að þetta myndi taka hundrað ár. Við sjáum áratugi í staðinn, það er að segja miklu skemmri tíma og töluvert meiri breytingu en var spáð fyrir áður. Það sem er kannski alvarlegast við þetta fyrir Ísland og norðuslóðir er það að það er möguleiki ef Grænlandsjökull fer að bráðna og þetta kalda ferska vatn kemur í hafið þá gæti hægt á eða stöðvað golfstrauminn og þá er orðið miklu kaldara hér á norðurslóðum.“Hversu kaldara?„Við erum að tala um litla ísöld.“ Því segir hann nauðsynlegt að grípa til aðgerða áður en tíminn hleypur frá okkur. „Við getum öll gert eitthvað í málunum og það þarf að gerast strax í dag,“ segir Björn.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Líkur á að loðnan hverfi sem gæti haft alvarlegar afleiðingar Líkur eru á að rekja megi nýlegan loðnubrest við Íslandsstrendur til hlýnunar jarðar. Svipuð þróun átti sér stað við strendur Kanada á tíunda áratug síðustu aldar sem varð til þess að loðnustofn hrundi. Í kjölfarið fylgdi hrun á þorskstofni sem hafði alvarlegar afleiðingar fyrir sjómenn á austurströnd Kanada 27. ágúst 2019 09:42