Segir Mýrdælinga nokkuð sátta með sumarið í ferðaþjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2019 20:57 Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ferðamannasumarið í ár verður á pari við það síðasta, segja Mýrdælingar í ferðaþjónustu, og segjast sáttir í sumarlok. Svartsýnisspár um hrun rættust ekki. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Í byrjun sumars spurðum við ferðaþjónustuaðila í Vík og nærsveitum um horfurnar. Sjá hér: Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra. En hvernig skyldi staðan vera núna þegar hyllir undir lok sumarsins? „Sumarið hefur bara gengið eins og í fyrra. Við erum bara allsstaðar á pari,“ svarar Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík. Hann er einn umfangsmesti rekstraraðili ferðaþjónustu í Vík, en um 115 manns starfa á hótelum og veitingahúsum sem Elías tengist, þar á meðal Hótel Kríu og Icelandair hótels. Elías segir þó meiri óvissu ríkja um haustið. „Mér er óhætt að segja að við séum með aðeins lakari bókunarstöðu, miðað við sama tíma í fyrra, fram í haustið. Það þarf ekkert endilega að þýða, held ég, einhvern skelfilegan samdrátt. Kannski bara hegðar kúnninn sér öðruvísi, - ómögulegt að segja hvaða kúnnar komu með Wow.“Ferðamenn á göngustígnum að Reynisfjöru.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En hversvegna rættust ekki þessar dökku spár sem jafnvel spáðu hruni? „Ég get auðvitað ekki svarað því. Ég átta mig ekki á því.“ -Voru menn of svartsýnir? „Gæti verið. Kannski samsetning kúnna, sem komu með Wow. Voru kannski ekki að nota alla þessa þjónustu, sem allavega í mínu tilfelli, við erum að bjóða upp á. Ég get auðvitað get ekki talað fyrir aðra landshluta. En mér heyrist nú kannski, eins og fyrir austan og norðan sumsstaðar, að menn hafi nú kannski fundið aðeins harðar fyrir því heldur en við.“ Í Mýrdalshreppi hefur ferðaþjónusta á skömmum tíma vaxið upp í það að verða mikilvægasta atvinnugreinin og hér virðast menn nokkuð sáttir eftir sumarið. „Ég bara held það. Og af þeim aðilum sem ég hef heyrt í hérna í kringum mig, bæði þeir sem eru með veitingastaði og hótel og gistingar, ég held að menn séu bara nokkuð sáttir eftir sumarið, já,“ svarar Elías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51