Smíðaði sér áhöld sjálfur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Ólafur í skúrnum. "Ef ég hengi ekki áhöldin upp á vegg þá týni ég þeim,“ segir hann kíminn. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira