Grænkerar – er bylting í vændum? Friðrik Björnsson og Tómas Bjarnason skrifar 28. ágúst 2019 11:23 Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun