Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 15:00 Margrét Lára Viðarsdóttir hefur þrisvar sinnum skorað í fyrsta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM þar af fernu á móti Búlgaríu og sigurmark á móti Frökkum. Hér er Margrétu Láru fagnað af liðsfélögum sínum. Mynd/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu EM 2021 í Englandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira