Hver verður í markinu í kvöld? Sérfræðingar svara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2019 15:15 Hver þeirra verður í markinu í kvöld? vísir/vilhelm Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Ein stærsta spurningin þegar kemur að byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM 2021 er hver stendur á milli stanganna. Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins undanfarin ár, er barnshafandi og því ekki í hópnum. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson valdi þrjá markverði í hópinn fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta eru þær Sandra Sigurðardóttir (Val), Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) og Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki). Sandra og Sonný hafa verið í landsliðinu undanfarin ár en hin 16 ára Cecilía er nýliði. Sandra hefur leikið 23 landsleiki og Sonný sjö. Vísir leitaði álits tveggja sérfræðinga á því hver verður í markinu í leiknum í kvöld. Sandra hefur átt sitt besta ár í Valstreyjunni„Það er stórt að missa Guggu út sem hefur spilað lengi með stelpunum og þekkir þetta út og inn. En ég held að við gætum ekki fengið Söndru inn á betri tíma og ég held að hún verði í markinu í kvöld. Að mínu mati hefur hún átt sitt besta ár í Valstreyjunni,“ segir Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir, annar stjórnanda hlaðvarpsins Heimavallarins sem fjallar um kvennafótbolta. Hún segir að skipti máli að Sandra hafi spilað með varnarmönnum íslenska liðsins og þekki þá. „Síðustu tveir landsleikir voru vináttuleikir við Finnland. Þar skiptu Gugga og Sandra þeim á milli sín. Annars hafa Sonný og Sandra skipt þessu á milli sín síðan Jón Þór tók við. Ég ætla að tippa á Söndru í kvöld. Ef varnarlínan verður skipuð Hallberu, Glódísi, Sif og Ingibjörgu er Sandra mörgum hnútum kunnug þar. Er orðin þrælvön að spila með Hallberu og ól Glódísi upp í Stjörnunni svo það er ekkert vandamál þar,“ segir Hulda. Eðlilegast að Sandra verði í markinu á þessum tímaGunnar Rafn Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvennaliða Vals og Selfoss og sérfræðingur í Pepsi Max-mörkum kvenna á Stöð 2 Sport, telur einnig líklegast að Sandra verði í rammanum í kvöld. „Ég reikna með því að Sandra verði í markinu. Mér fyndist það eðlilegast á þessum tíma,“ segir Gunnar. En af hverju? „Mikilvægi leiksins. Það hefur ekki reynt svakalega mikið á hana í sumar en hún er búin að vera lengi í landsliðinu og er góð. Hún yrði fyrsti fyrsti kostur hjá mér.“ Gunnar kveðst ánægður að sjá Cecilíu í landsliðshópnum og gerir ráð fyrir að hún fái tækifæri fyrr en síðar, jafnvel á Algarve-mótinu á næsta ári. „Það er frábært að fá hana inn í þetta umhverfi því hún er klárlega kandítat til að taka við markvarðastöðunni. Mér þætti eðlilegt að hún fengi leiki á Algarve,“ sagði Gunnar. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19 Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00 Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00 Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Æft tvisvar á dag í aðdraganda Ungverjaleiksins: „Ég er að vinna upp“ Íslenska landsliðið hefur æft tvisvar á dag fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. 28. ágúst 2019 11:19
Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót. 29. ágúst 2019 15:00
Sara Björk: Ungu stelpurnar hafa komið inn með sjálfstraust sem þær þurfa að gera Landsliðsfyrirliðinn er spenntur fyrir ungu leikmönnunum í íslenska liðinu. 28. ágúst 2019 12:00
Vegferðin til Englands hefst í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjar undankeppni EM 2021 í kvöld er liðið mætir Ungverjalandi á Laugardalsvellinum. Ætli íslenska liðið sér að fara á fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð verður það helst að fara með sigur af hólmi í þessum leik. 29. ágúst 2019 14:00
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti