Elín Metta: Eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:28 „Bara nokkuð sátt, mikilvægast að fá þrjú stig og geggjað að skora tvö mörk,“ sagði Elín Metta Jensen eftir 4-1 sigur Íslands á Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Elín Metta gerði tvö mörk í leiknum ásamt því að leggja upp annað en hún var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands í kvöld. Þá hefði hún mögulega átt að fá vítaspyrnu. „Mér fannst við bara ólíkar sjálfum okkur á þessu tímabili og eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik. Fannst við sýna allt annað og miklu meiri karakter í síðari hálfleik,“ sagði Elín Metta um síðari hluta fyrri hálfleiks sem var vægast sagt dapur hjá íslenska liðinu. „Hann fór yfir stöðuna og var ekkert að skafa utan af hlutunum, getum orðað svoleiðis. Við tókum það til okkar og mér fannst við gera miklu betur,“ sagði Elín Metta um hvað Jón Þór, þjálfari liðsins, hefði sagt við þær í hálfleik. „Klárlega, seinni hálfleikur var til fyrirmyndar hjá okkur en það er margt sem við getum lært af úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Elín Metta aðspurð hvort markmiðið á mánudaginn væri ekki að leika allar 90 mínúturnar eins og seinni 45 í kvöld. „Já gæti alveg verið, ég veit það ekki alveg en ég er nokkuð sátt,“ sagði Elín Metta að lokum þegar hún var spurð hvort þetta væri einn af hennar betri eða jafnvel besti landsleikur en eins og áður sagði var Elín frábær í fremstu víglínu og var hún valin maður leiksins hér á Vísi. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Fleiri fréttir Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira
„Bara nokkuð sátt, mikilvægast að fá þrjú stig og geggjað að skora tvö mörk,“ sagði Elín Metta Jensen eftir 4-1 sigur Íslands á Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Elín Metta gerði tvö mörk í leiknum ásamt því að leggja upp annað en hún var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands í kvöld. Þá hefði hún mögulega átt að fá vítaspyrnu. „Mér fannst við bara ólíkar sjálfum okkur á þessu tímabili og eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik. Fannst við sýna allt annað og miklu meiri karakter í síðari hálfleik,“ sagði Elín Metta um síðari hluta fyrri hálfleiks sem var vægast sagt dapur hjá íslenska liðinu. „Hann fór yfir stöðuna og var ekkert að skafa utan af hlutunum, getum orðað svoleiðis. Við tókum það til okkar og mér fannst við gera miklu betur,“ sagði Elín Metta um hvað Jón Þór, þjálfari liðsins, hefði sagt við þær í hálfleik. „Klárlega, seinni hálfleikur var til fyrirmyndar hjá okkur en það er margt sem við getum lært af úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Elín Metta aðspurð hvort markmiðið á mánudaginn væri ekki að leika allar 90 mínúturnar eins og seinni 45 í kvöld. „Já gæti alveg verið, ég veit það ekki alveg en ég er nokkuð sátt,“ sagði Elín Metta að lokum þegar hún var spurð hvort þetta væri einn af hennar betri eða jafnvel besti landsleikur en eins og áður sagði var Elín frábær í fremstu víglínu og var hún valin maður leiksins hér á Vísi.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Fleiri fréttir Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54
Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00