Tveir menn voru handteknir fyrir utan heimili Mesuts Özil, leikmanns Arsenal, í London á fimmtudaginn.
Mennirnir tveir veittust að lífvörðum Özils. Lögreglan var kölluð til og árásarmennirnir voru í kjölfarið handteknir.
Tveir menn vopnaðir hnífum réðust á Özil og liðsfélaga hans hjá Arsenal, Sead Kolasinac, í síðasta mánuði.
Özil og Kolasinac verða ekki með Arsenal í leiknum gegn Newcastle United í dag. Óttast er um öryggi þeirra vegna atvika síðustu vikna.
