Ísraelsk lögregla ruddist inn í bænastund Palestínumanna í Jerúsalem Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 11:20 Múslimar söfnuðust saman við moskuna til að ganga til bæna áður en lögregla stormaði inn á svæðið. getty/Independent Picture Service Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og múslima við einn helgasta stað Jerúsalem borgar á meðan múslimar fóru með bænir sem mörkuðu upphaf íslömsku hátíðarinnar Eid al-Adah. Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 14 hafa særst, einn alvarlega, í átökunum við lögreglu á staðnum sem múslimar kalla Al-Aqsa moskuna en gyðingar Musterishæðina. Lögreglan segir minnst fjóra særða og vitni segja tvo hafa verið handtekna. Tugir þúsunda múslima höfðu komið saman við moskuna til að ganga til bæna segir lögregla. Sunnudagurinn er einnig helgur dagur gyðinga en þeir minnast eyðileggingu musteranna tveggja sem stóðu á hæðinni. Þetta er helgasti staður gyðinga og þriðji helgasti staður múslima, á eftir Mekku og Medínu í Sádi-Arabíu, og lengi hafa átök Ísrael og Palestínu snúist um hæðina. Mikill fjöldi Palestínumanna hafði safnast saman við hliðið að moskunni snemma á sunnudag vegna orðróms um að lögregla myndi hleypa gyðingum inn á svæðið. Mótmælendur kyrjuðu „Allahu Akbar“ (Guð er mikill) og köstuðu steinum í lögreglu, sem stormuðu svo inn á svæðið og beittu blossasprengjum og skutu gúmmíkúlum. Ísraelska lögreglan hafði upphaflega bannað gyðingum að fara inn á svæðið en eftir að átökin brutust út var þeim hleypt inn. Nokkrir tugir gyðinga fóru inn á svæðið í mikilli lögreglufylgd og byrjuðu Palestínumenn þá að kasta stólum og öðrum hlutum í hópinn. Gyðingarnir yfirgáfu svæðið stuttu eftir það.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52 Vorverk Netanyahu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um ástandið á Gaza-svæðinu. 2. júní 2019 08:03 Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36 Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Ísrael rífur niður palestínsk heimili Ísraelskar öryggissveitir hófust í dag handa við að rífa niður tugi palestínskra heimila í hverfi í austurhluta Jerúsalem. Þetta er ein stærsta aðgerð af þessu tagi í áraraðir. 22. júlí 2019 17:52
Tengdasonur Trump segir hann ekki rasista Hann vildi þó ekki svara því hvort að samsæriskenningin sem Trump básúnaði um uppruna Baracks Obama væri rasísk eða ekki. 3. júní 2019 11:36
Palestínumenn rifta samningum við Ísraela vegna niðurrifs Spenna hefur farið vaxandi á milli Palestínumanna og Ísraela eftir að ísraelsk stjórnvöld rifu íbúðarhús Palestínumanna nærri Jerúsalem í byrjun vikunnar. 26. júlí 2019 11:25
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. 20. júlí 2019 22:00