Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:15 Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli. Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli.
Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45