Vaktaðir allan sólarhringinn Benedikt Bóas skrifar 12. ágúst 2019 11:00 Sead Kolasinac og Mesut Özil eru orðnir skotspónn gengja í Norður-London. NordicPhotos/Getty Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar. Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Fótbolti Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, gat ekki notast við krafta Mesuts Özil og Seads Kolasinac gegn Newcastle í gær en félagarnir njóta nú verndar lögreglunnar allan sólarhringinn. Þrátt fyrir fjarveru þeirra vann Arsenal leikinn 0:1. Þeir Özil og Kolasinac urðu fyrir heldur óskemmtilegri lífsreynslu ekki alls fyrir löngu þegar tveir menn ætluðu að ræna þá en þeim tókst að verjast þeirri árás með frækilegri framgöngu. Samkvæmt fjölmiðlum á Englandi virðist sem þeir félagar séu nú lentir í miðri orrahríð milli tveggja gengja í Norður-London. Gengisins sem ætlaði að ræna þá félaga er nú leitað bæði af lögreglu og öðru gengi sem er ósátt við það fyrra. Eiginkona Kolasinacs, Jana, er sögð hafa flogið til Þýskalands og treysti sér ekki til að vera á Englandi meðan ástandið sé við suðumark. Sagt er að gengið sem ætlaði að ræna þá félaga ætli ekki að bakka eitt né neitt, hafi hótað þeim félögum enn á ný og voru hótanirnar teknar svo alvarlega að Arsenal ákvað að skilja þá eftir í London fyrir leikinn gegn Newcastle. Í yfirlýsingu Arsenal í aðdraganda leiksins var sagt að vegna öryggisástæðna hefðu þeir verið skildir eftir. Tveir menn, Ferhat Ercan og Salaman Ekinci, birtust svo fyrir utan heimili Özils í gær og veittust að lífvörðum hans sem hringdu á lögregluna og voru mennirnir handteknir. Eru þeir ákærðir fyrir brot á svokölluðum 4a lögunum samkvæmt BBC en undir þau lög falla hótanir og annað. Þeir eiga að mæta fyrir rétt í september. Emery sagði eftir leikinn að hann vonaðist til að geta notast við þá félaga sem fyrst. „Félagið er að meta aðstæður og við vonumst til að þeir verði með okkur í næsta leik þó að ég geti ekki fullyrt það,“ sagði hann á blaðamannafundi. Fyrst var haldið að ræningjarnir hefðu aðeins viljað úrin þeirra og þetta hefði verið frekar klaufaleg árás en nú er að koma í ljós að ástandið er grafalvarlegt og síðustu fréttir af þessu máli hafa enn ekki verið sagðar.
Birtist í Fréttablaðinu England Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira