Ekki nóg að umbera hinsegin starfsfólk Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. ágúst 2019 09:30 Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar. Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar, verður aðalræðumaður á viðburði Hinsegin daga í Þjóðminjasafninu. Hann segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera vinnustaðinn aðlaðandi fyrir hinsegin fólk. Richard er fimmtugur að aldri og starfaði lengi í tæknigeiranum í Silíkondalnum. Á síðasta ári færði hann sig um set til Nasdaq í New York ásamt eiginmanni sínum. Hann er nú varaforseti mannauðsmála og að eigin sögn sér hann um allt sem lýtur að jákvæðum og upplífgandi þáttum vinnustaðarins. „Stór hluti af mínum störfum snýst um að öllum starfsmönnum finnist þeir vera samþykktir og velkomnir á vinnustaðnum. Um þetta mun ég ræða á Hinsegin dögum í Reykjavík,“ segir Richard. Richard hefur séð miklar breytingar á undanförnum árum hvað varðar meðvitund fyrirtækja um líðan hinsegin starfsmanna. Lengi vel voru mörg fyrirtæki með þá stefnu að umbera samkynhneigða og aðra minnihlutahópa, án þess að gera nokkuð meira. Hann segir það alls ekki vera nóg. „Fyrirtæki eru að átta sig á því að þetta skiptir máli, bæði gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum. Ef fyrirtæki vill vera talið framsækið þarf það að bjóða alla velkomna. Starfsfólk er eins og neytendur og hefur valkosti um vinnustað. Þetta þekki ég vel í mannauðsdeildinni því við erum alltaf í samkeppni um starfsfólk,“ segir hann. Aðspurður segist Richard merkja nokkurn mun á fyrirtækjum eftir því hvaða geira þau starfa í. „Mér skilst að íhaldssemi sé meira ríkjandi í sumum fyrirtækjum, til dæmis í olíu, gasi og varnarmálum. Framsæknin er meiri í tæknigeiranum, fjármálaheiminum og fjölmiðlum.“ Á fundinum á morgun verður kynnt könnun sem Hinsegin dagar gerðu í sumar. Um er að ræða netkönnun sem 355 manns tóku þátt í. Þrátt fyrir að vera óvísindaleg þá segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, að niðurstöðurnar gefa vísbendingar um upplifun hinsegin fólks á Íslandi.Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga.„Við teljum könnunina gefa ákveðna vísbendingu um stöðuna og vonandi ákveðinn hvata til að málin verði rædd og rannsökuð frekar,“ segir Gunnlaugur Bragi. Fram kemur í niðurstöðunum að 5 prósent reyna að leyna hinseginleika sínum á vinnustað sínum og 9 prósent segja að það hafi aldrei komið til tals. 12 prósent segja að aðeins nokkrir nánir samstarfsaðilar viti af því. Þrír af hverjum fjórum segja alla eða nánast alla samstarfsmenn sína vita af því. Rúmur þriðjungur hefur upplifað nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki eða stjórnendum, um er að ræða spurningar tengdar kynlífi, kynfærum eða hjúskaparstöðu. 39 prósent hafa heyrt óviðeigandi sögur, brandara eða yfirlýsingar frá samstarfsfólki sem lýsa fordómum í garð hinsegin fólks. Þá kannast 32 prósent við að hafa fengið athugasemdir frá samstarfsfólki um hvað þau séu venjuleg þrátt fyrir að vera hinsegin. Richard segir margt sem fyrirtæki geti gert til að bæta þessi mál, stór og smá, og þau kosti ekki alltaf mikla peninga. „Hjá Nasdaq hefur stjórnar formaðurinn stigið fram og talað fyrir þessum málstað. Við höfum aðstoðað starfsfólk við að tilkynna öðrum að það sé hinsegin. Þá höfum við einnig komið upp tengsla neti fyrir ýmsa hópa, til dæmis hins egin fólk. En þar er ekki aðeins hinsegin starfsfólk, heldur einnig bandamenn þeirra.“ Yfirskrift fyrirlestursins er einmitt „Mikilvægi bandamanna“ (The Importance of Allies). Bandamenn eru samkvæmt Richard þeir sem ekki tilheyra ákveðnum minnihlutahópi en eru samt tilbúnir til þess að tala fyrir réttindum hans. „Ég tók nýlega þátt í gleðigöngunni í Amsterdam þar sem um milljón manns var samankomin. Flest eru ekki hinsegin fólk en þau eru bandamenn sem gera minnihlutahópum kleift að ná árangri í baráttunni,“ segir Richard. Varðandi það hvernig eigi að leiða breytingar af þessu tagi í gegn segir Richard skipanir að ofan ekki réttu leiðina. Betra sé að sannfæra fólk með mýkt, staðfestu og rökum. „Við sýnum fólki að þetta virkar, hefur góð áhrif á viðskiptin og samfélagið í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Richard Taylor, varaforseti mannauðsdeildar Nasdaq kauphallarinnar, verður aðalræðumaður á viðburði Hinsegin daga í Þjóðminjasafninu. Hann segir mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera vinnustaðinn aðlaðandi fyrir hinsegin fólk. Richard er fimmtugur að aldri og starfaði lengi í tæknigeiranum í Silíkondalnum. Á síðasta ári færði hann sig um set til Nasdaq í New York ásamt eiginmanni sínum. Hann er nú varaforseti mannauðsmála og að eigin sögn sér hann um allt sem lýtur að jákvæðum og upplífgandi þáttum vinnustaðarins. „Stór hluti af mínum störfum snýst um að öllum starfsmönnum finnist þeir vera samþykktir og velkomnir á vinnustaðnum. Um þetta mun ég ræða á Hinsegin dögum í Reykjavík,“ segir Richard. Richard hefur séð miklar breytingar á undanförnum árum hvað varðar meðvitund fyrirtækja um líðan hinsegin starfsmanna. Lengi vel voru mörg fyrirtæki með þá stefnu að umbera samkynhneigða og aðra minnihlutahópa, án þess að gera nokkuð meira. Hann segir það alls ekki vera nóg. „Fyrirtæki eru að átta sig á því að þetta skiptir máli, bæði gagnvart starfsfólki og viðskiptavinum. Ef fyrirtæki vill vera talið framsækið þarf það að bjóða alla velkomna. Starfsfólk er eins og neytendur og hefur valkosti um vinnustað. Þetta þekki ég vel í mannauðsdeildinni því við erum alltaf í samkeppni um starfsfólk,“ segir hann. Aðspurður segist Richard merkja nokkurn mun á fyrirtækjum eftir því hvaða geira þau starfa í. „Mér skilst að íhaldssemi sé meira ríkjandi í sumum fyrirtækjum, til dæmis í olíu, gasi og varnarmálum. Framsæknin er meiri í tæknigeiranum, fjármálaheiminum og fjölmiðlum.“ Á fundinum á morgun verður kynnt könnun sem Hinsegin dagar gerðu í sumar. Um er að ræða netkönnun sem 355 manns tóku þátt í. Þrátt fyrir að vera óvísindaleg þá segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, að niðurstöðurnar gefa vísbendingar um upplifun hinsegin fólks á Íslandi.Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga.„Við teljum könnunina gefa ákveðna vísbendingu um stöðuna og vonandi ákveðinn hvata til að málin verði rædd og rannsökuð frekar,“ segir Gunnlaugur Bragi. Fram kemur í niðurstöðunum að 5 prósent reyna að leyna hinseginleika sínum á vinnustað sínum og 9 prósent segja að það hafi aldrei komið til tals. 12 prósent segja að aðeins nokkrir nánir samstarfsaðilar viti af því. Þrír af hverjum fjórum segja alla eða nánast alla samstarfsmenn sína vita af því. Rúmur þriðjungur hefur upplifað nærgöngular spurningar frá samstarfsfólki eða stjórnendum, um er að ræða spurningar tengdar kynlífi, kynfærum eða hjúskaparstöðu. 39 prósent hafa heyrt óviðeigandi sögur, brandara eða yfirlýsingar frá samstarfsfólki sem lýsa fordómum í garð hinsegin fólks. Þá kannast 32 prósent við að hafa fengið athugasemdir frá samstarfsfólki um hvað þau séu venjuleg þrátt fyrir að vera hinsegin. Richard segir margt sem fyrirtæki geti gert til að bæta þessi mál, stór og smá, og þau kosti ekki alltaf mikla peninga. „Hjá Nasdaq hefur stjórnar formaðurinn stigið fram og talað fyrir þessum málstað. Við höfum aðstoðað starfsfólk við að tilkynna öðrum að það sé hinsegin. Þá höfum við einnig komið upp tengsla neti fyrir ýmsa hópa, til dæmis hins egin fólk. En þar er ekki aðeins hinsegin starfsfólk, heldur einnig bandamenn þeirra.“ Yfirskrift fyrirlestursins er einmitt „Mikilvægi bandamanna“ (The Importance of Allies). Bandamenn eru samkvæmt Richard þeir sem ekki tilheyra ákveðnum minnihlutahópi en eru samt tilbúnir til þess að tala fyrir réttindum hans. „Ég tók nýlega þátt í gleðigöngunni í Amsterdam þar sem um milljón manns var samankomin. Flest eru ekki hinsegin fólk en þau eru bandamenn sem gera minnihlutahópum kleift að ná árangri í baráttunni,“ segir Richard. Varðandi það hvernig eigi að leiða breytingar af þessu tagi í gegn segir Richard skipanir að ofan ekki réttu leiðina. Betra sé að sannfæra fólk með mýkt, staðfestu og rökum. „Við sýnum fólki að þetta virkar, hefur góð áhrif á viðskiptin og samfélagið í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Markaðir Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira