Giammattei kjörinn forseti Gvatemala Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 07:29 Alejandro Giammattei, nýkjörinn forseti Gvatemala. Getty/Josue Decavele Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil. Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Íhaldsmaðurinn Alejandro Giammattei hefur verið kjörinn forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala. BBC greinir frá því að Giammattei sem bauð sig fram til forseta í fjórða skipti hafi hlotið 59% greiddra atkvæða í annarri umferð kosninganna. Mótframbjóðandi hans, Sandra Torres hlaut 41% atkvæða. „Þetta var ekki auðvelt en við náðum markmiðinu. Það verður ótrúlegur heiður að fá að gegna embætti forseta landsins sem ég ann svo heitt,“ sagði Giammattei eftir að honum höfðu verið tilkynnt úrslitin. Giammattei hefur, eins og áður segir, boðið sig fram til forseta í fjögur skipti. Í þetta skipti bauð hann sig fram fyrir hönd Vamos flokksins en hann hefur boðið sig fram fyrir nýjan flokk í hverjum einustu kosningum. Giammattei er læknismenntaður og var árið 2006 skipaður fangelsismálastjóri Gvatemala. Sama ár stýrði hann umdeildu verkefni sem sneri að því að ná aftur stjórn á Pavón fangelsinu sem hafði verið tekið yfir af föngum. Sjö fangar létust í aðgerðinni og var Giammattei ásamt sjö öðrum fangelsaður vegna aðgerðarinnar. Honum var að endingu sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Helsta málið fyrir kosningar var hvernig frambjóðendurnir mundi takast á við háa glæpatíðni innan ríkisins. Giammattei hafði þá lofað að hann myndi styðja frumvarp sem flokkaði meðlimi gengja sem hryðjuverkamenn. Með frumvarpinu yrði þeim gert að vinna í fangelsi auk þess sem að þeir hefðu ekki rétt á heimsóknum maka. Giammatei mun taka við embættinu af Jimmy Morales í janúar næstkomandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögum Gvatemala má forseti einungis sitja í embætti í eitt fjögurra ára kjörtímabil.
Gvatemala Tengdar fréttir Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Ásakanir um spillingu, kókaínsmygl og ógild framboð í aðdraganda forsetakosninga í Gvatemala Forsetakosningar fara fram í dag í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala, þá fara einnig fram, samhliða forsetakosningunum, þingkosningar og sveitastjórnarkosningar. 16. júní 2019 16:56