Þannig segir veðurfræðingur að búast megi við svalri norðanátt og rigningu á norðanverðu landinu í dag. Sums staðar geti jafnvel verið talsverð eða mikil úrkoma og slydda eða snjókoma til fjalla. Gera má ráð fyrir snjóþekju á fáeinum heiðarvegum á Norðausturlandi.
Úrhelli hefur gert nyrst á Tröllaskaga og er uppsöfnuð úrkoma á Siglufirði síðstu sex klukkustundinar tæpir 50 mm. Það dregur úr úrkomu norðaustan- og austanlands seinnipartinn, en bætir heldur í hana á Vestfjörðum og Ströndum.
„Þeir sem hyggja á ferðalög á norðanverðu hálendinu og á fjöllum nyrðra ættu því að fylgjast vel með veðurspám og búa sig eftir aðstæðum,“ segir veðurfræðingur.
Hitinn verður á bilinu 3-8 stig á Norður- og Austurlandi en skýjað og þurrt syðra og hiti 9 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum, en hægari vindur norðaustantil. Rigning með köflum, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á miðvikudag:
Norðan og norðaustan 5-13 m/s. Skýjað á norðanverðu landinu og ringing með köflum norðaustantil, en bjart veður annarsstaðar. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á fimmtudag:
Suðaustan 5-10 en hægari austanlands. Skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á föstudag:
Austan 3-8 og skýjað með köflum, en austan 8-13 syðst á landinu og lítilsháttar væta. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast vestanlands.
Á laugardag:
Austlæg átt og skýjað um austanvert landið en bjart veður vestantil. Hlýnar heldur í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir fremur hægar norðaustanátt og þurru veðri. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast vestantil.