Innlent

Aur­skriður hafa fallið í Eyja­firði og Vatns­dal í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aurskriða sem féll fyrr á árinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Aurskriða sem féll fyrr á árinu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FACEBOOK
Tvær aurskriður féllu í vestanverðum Eyjafirði í dag. Önnur féll við bæinn Kjarna og hin við Skriðuland. Mikil úrkoma hefur verið á norðurlandi í dag sem eykur hættuna á skriðuföllum til muna.

Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Davíð Jónsson, bóndi að Kjarna, að hann væri á leiðinni upp að skriðufallinu til að kanna aðstæður. Athuga þyrfti hvort að einhverjar kindur hafi orðið undir sem þyrfti að lóga.

Þá væri líklegt að einhverjar skemmdir hafi orðið á girðingum en Davíð sagðist ekki ætla að fara sér að voða ef aðstæðurnar væru hættulegar.

Aurskriður féllu einnig úr Jörundarfelli í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu seinna í dag. 

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×