Listunnandi í hjólastól afar ósáttur með listaverk Ólafs Elíassonar og lét hann heyra það Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 22:00 Ciara O'Connor var ósátt við að komast ekki inn í listaverk Ólafs og sagði það lýsandi fyrir lífið í hjólastól. Mynd/Getty/Ciara O'Connor Ciara O'Connor, írskur pistlahöfundur sem nota þarf hjólastól, var vægast sagt ósátt með Ólaf Elíasson og listaverk hans sem nú er til sýnis í Tate Modern safninu í London eftir heimsókn þangað á föstudaginn. Gagnrýnir hún Ólaf og forsvarsmenn safnsins fyrir að hafa ekki hugsað út í þarfir þeirra sem eru í hjólastól við uppsetningu á listaverkinu Your Spiral View, auk þess sem að hún er ósátt við texta sem fylgir innsetningu Ólafs.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper og vitnað í röð tísta sem O'Connor birti eftir heimsóknina. Af lestri þeirra má sjá að hún var afar ósátt við Ólaf og forsvarsmenn safnsins. Beinist reiðin einkum að listaverkinu Your Spiral View, átta metra löngum göngum úr stáli. Hugmyndin er að gestir safnsins gangi í gegnum göngin og spegli sig í stálplötunum. Stíga þarf upp tvær tröppur til að komast að göngunum.Lýsir O'Connor því hvernig vinkona hennar hafi spurt safnvörð hvort hægt væri að útvega ramp, svo O'Connor gæti fengið að fara í gegnum göngin. Það var hins vegar ekki mögulegt og sagði safnvörðurinn að hún gæti rúllað sér við hliðina á göngunum.Tíst O'Connor um málið hafa vakið talsverða athygli og meðal annars svaraði Ólafur henni á Twitter vegna málsins.Dear Ciara. Thanks for shouting out loud. I really appreciate that. I did Your spiral view in 2002 so it's an old sculpture. To acknowledge its original shape while offering full access, I am exploring solutions with Tate. Will definitely let you know when we have news. Olafur https://t.co/rGenOAiNsC— StudioOlafurEliasson (@olafureliasson) August 11, 2019 Í frétt The Art Newspaper segir hins vegar að eftir ítarlega skoðun hafi það verið niðurstaðan að ekki væri hægt að gera listaverkið sem um ræðir aðgengilegt fyrir hjólastóla á öruggan hátt. Jafn vel þótt rampi væri bætt við væri gangurinn of þröngur fyrir hjólastóla. Þetta var þó ekki það eina sem O'Connor gerði athugasemd við í tengslum við sýningu Ólafs en í texta sem fylgir innsetningunni má lesa orð hans um að í listasöfnum færist fólk um líkt og það sé án líkama. Við þetta var O'Connor allt annað en sátt. „Veistu hvað? Til fjandans með það, til fjandans með þig fyrir gáfumannatal og stór orð sem fela þá staðreynd að þú býrð aðeins til, framleiðir og sýnir listaverk fyrir ákveðna líkama. Til fjandans með þig fyrir að gera ráð fyrir því að allir sem kunni að meta list og listasöfn geti „hreyft sig líkt og þeir hafi ekki líkama.“,“ skrifar O'Connor á Twitter.And you know what? Fuck that. Fuck your over-intellectualising and big talk that obscures the fact that you only produce, curate, exhibit art for certain bodies. Fuck you for assuming that everyone who likes art and museums gets to ‘move as if they don’t have a body’. — Ciara (@Cioconnor) August 9, 2019 Þessi orð svíði vegna þessa hún sjálf fái aldrei að vera ómeðvituð um líkama sinn, hvernig hann, í hjólastólnum, sé fyrir fólki, taki mikið pláss og sé fyrirferðarmikill. Þegar hún heimsæki listasöfn fari mestur tími í að afsaka sig fyrir að vera á staðnum. Þá beinir hún orðum sínum að safnverðinum sem sagði henni að fara í kringum listaverkið. „Farðu til fjandans vinur. Það er saga lífs míns og allra þeirra sem eru í hjólastól. Fara í kringum hluti, horfa á fyrir utan. Horfa á annað fólk njóta lífsins, listaverka, samgangna og hver sem er á þann hátt sem á að njóta þess.“Tíst O'Connor má lesa hér og myndband sem sýnir listaverkið sem um ræðir má sjá hér að neðan. Bretland England Menning Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ólafur lýsir upp Sigurbogann Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. 23. júní 2019 13:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ciara O'Connor, írskur pistlahöfundur sem nota þarf hjólastól, var vægast sagt ósátt með Ólaf Elíasson og listaverk hans sem nú er til sýnis í Tate Modern safninu í London eftir heimsókn þangað á föstudaginn. Gagnrýnir hún Ólaf og forsvarsmenn safnsins fyrir að hafa ekki hugsað út í þarfir þeirra sem eru í hjólastól við uppsetningu á listaverkinu Your Spiral View, auk þess sem að hún er ósátt við texta sem fylgir innsetningu Ólafs.Fjallað er um málið á vef The Art Newspaper og vitnað í röð tísta sem O'Connor birti eftir heimsóknina. Af lestri þeirra má sjá að hún var afar ósátt við Ólaf og forsvarsmenn safnsins. Beinist reiðin einkum að listaverkinu Your Spiral View, átta metra löngum göngum úr stáli. Hugmyndin er að gestir safnsins gangi í gegnum göngin og spegli sig í stálplötunum. Stíga þarf upp tvær tröppur til að komast að göngunum.Lýsir O'Connor því hvernig vinkona hennar hafi spurt safnvörð hvort hægt væri að útvega ramp, svo O'Connor gæti fengið að fara í gegnum göngin. Það var hins vegar ekki mögulegt og sagði safnvörðurinn að hún gæti rúllað sér við hliðina á göngunum.Tíst O'Connor um málið hafa vakið talsverða athygli og meðal annars svaraði Ólafur henni á Twitter vegna málsins.Dear Ciara. Thanks for shouting out loud. I really appreciate that. I did Your spiral view in 2002 so it's an old sculpture. To acknowledge its original shape while offering full access, I am exploring solutions with Tate. Will definitely let you know when we have news. Olafur https://t.co/rGenOAiNsC— StudioOlafurEliasson (@olafureliasson) August 11, 2019 Í frétt The Art Newspaper segir hins vegar að eftir ítarlega skoðun hafi það verið niðurstaðan að ekki væri hægt að gera listaverkið sem um ræðir aðgengilegt fyrir hjólastóla á öruggan hátt. Jafn vel þótt rampi væri bætt við væri gangurinn of þröngur fyrir hjólastóla. Þetta var þó ekki það eina sem O'Connor gerði athugasemd við í tengslum við sýningu Ólafs en í texta sem fylgir innsetningunni má lesa orð hans um að í listasöfnum færist fólk um líkt og það sé án líkama. Við þetta var O'Connor allt annað en sátt. „Veistu hvað? Til fjandans með það, til fjandans með þig fyrir gáfumannatal og stór orð sem fela þá staðreynd að þú býrð aðeins til, framleiðir og sýnir listaverk fyrir ákveðna líkama. Til fjandans með þig fyrir að gera ráð fyrir því að allir sem kunni að meta list og listasöfn geti „hreyft sig líkt og þeir hafi ekki líkama.“,“ skrifar O'Connor á Twitter.And you know what? Fuck that. Fuck your over-intellectualising and big talk that obscures the fact that you only produce, curate, exhibit art for certain bodies. Fuck you for assuming that everyone who likes art and museums gets to ‘move as if they don’t have a body’. — Ciara (@Cioconnor) August 9, 2019 Þessi orð svíði vegna þessa hún sjálf fái aldrei að vera ómeðvituð um líkama sinn, hvernig hann, í hjólastólnum, sé fyrir fólki, taki mikið pláss og sé fyrirferðarmikill. Þegar hún heimsæki listasöfn fari mestur tími í að afsaka sig fyrir að vera á staðnum. Þá beinir hún orðum sínum að safnverðinum sem sagði henni að fara í kringum listaverkið. „Farðu til fjandans vinur. Það er saga lífs míns og allra þeirra sem eru í hjólastól. Fara í kringum hluti, horfa á fyrir utan. Horfa á annað fólk njóta lífsins, listaverka, samgangna og hver sem er á þann hátt sem á að njóta þess.“Tíst O'Connor má lesa hér og myndband sem sýnir listaverkið sem um ræðir má sjá hér að neðan.
Bretland England Menning Tengdar fréttir Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00 Ólafur lýsir upp Sigurbogann Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. 23. júní 2019 13:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Sjáðu Ólaf Elíasson breika Listamaðurinn Ólafur Elíasson breikdansar, nakið raunveruleikasjónvarp, Game of Thrones og fleira er rætt að sinni í 101 Fréttum. Logi Pedro fer yfir það helsta sem gerðist í vikunni. 12. apríl 2019 16:00
Ólafur lýsir upp Sigurbogann Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020. 23. júní 2019 13:01