Einhleypan: Snorri Eldjárn elskar húmor og hvatvísi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2019 19:30 Snorri Eldjárn, grafískur hönnuður, er Einhleypa Makamála þessa vikuna. Snorri Eldjárn Snorrason er 30 ára grafískur hönnuður og starfar hann sem Art Director og dúttlari hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Í sumar er Snorri búinn að vera á miklu flakki og er meðal annars nýkominn úr viku langri göngu. Framundan er vinna og segir hann mörg og spennandi verkefni bíða eftir fríið. Fáum að kynnast Snorra, Einhleypu Makamála þessa vikuna, aðeins betur. 1. Nafn?Snorri Eldjárn Snorrason.2. Gælunafn eða hliðarsjálf?Það hefur ekkert gælunafn náð að festast við mig en ég er alltaf opinn fyrir hugmyndum.3. Aldur í árum? 30 ára.4. Aldur í anda?Max 25 ára.5. Menntun? Grafískur hönnuður.Hörður Sveinssson6. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita?Hvernig visir.is breytti lífi mínu.7.Guilty pleasure kvikmynd? Lion King teiknimyndin. Ég tárast ennþá yfir henni.8. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri?Ehhmm! Já, Pamelu Anderson. 9. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?Nei Snorra finnst það mjög asnalegt.10. Ertu á Tinder?Úff já. Ég eyði því reglulega út af símanum en einhverra hluta vegna hoppa ég alltaf aftur á vagninn. Ég kýs samt frekar mannlegri nálgun við að kynnast manneskju.11. Syngur þú í sturtu?Já, á góðum dögum á ég það til að pynta nágranna mína með háværum söng.12. Uppáhaldsappið þitt?Instagram.13. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum?Jákvæður, Ævintýragjarn, duglegur.14. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum?Bara flottur strákur!15. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?Að bíða eftir öðrum. Get. Það. Ekki!16. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi?Ég elska að vera í kringum mikla húmorista. Góðmennska, einlægni og hvatvísi skora líka hátt. En svo hef ég líka mikið soft spot fyrir hæfileikum.17. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi?Mér finnst þröngsýni, sjálfhverfa og neikvæðni algjört turn-of18. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri klárlega einhvers konar hybrid af höfrungi, labrador hundi og fálka.19. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?Ætli ég myndi ekki bjóða bræðrum mínum þrem, ég skulda þeim matarboð.20. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?Já, en þeir eru leyndir af góðri ástæðu.21. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?Mér finnst skemmtilegast að fara út fyrir þægindarammann og prófa nýja hluti. Svo finnst mér ótrúlega gaman að fara út fyrir bæinn og djöflast í náttúrunni í góðum félagsskap.Annars veit ég fátt skemmtilegra en að verja tíma með stráknum mínum.22. Ertu A eða B týpa?Ég er B týpa föst í líkama A týpu.23. Hvernig viltu eggin þín?Sunny side up, takk.24. Hvernig viltu kaffið þitt?Sótsvart og í ótakmörkuðu magni.25. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða skemmtistaði ferðu?Líkt og allar ár renna til sjávar, þá enda ég alltaf á Kaffibarnum.26. Ef einhver kallar þig sjomli?Brosa til viðkomandi og eyða svo löngum stundum eftir á til að reyna að átta mig á því hvort hann hafi verið að móðga mig eða ekki.27. Drauma stefnumótið?Bara eitthvað látlaust. Eins og til dæmis þyrluflug yfir Ísland.28. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust?Ég held ég hafi aldrei náð að syngja lagatexta rétt. Ég er mjög duglegur við að skálda upp mína eigin texta.29. Hvaða bók lastu seinast?Sapiens eftir Yuval Noah Harari. Góð áminning á okkar dýrslega eðli. Mæli með.30. Hvað er ást?Leið náttúrunnar til að plata manninn til að fjölga sér. Samt er hún svo falleg!aðsend myndMakamál þakka Snorra kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Snorri er búinn að eyða miklum tíma í sumar í flakk um landið. Hann er nýkominn heim úr viku langri göngu og við tekur vinna af fullum krafti.aðsend mynd Einhleypan Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum Makamál Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Snorri Eldjárn Snorrason er 30 ára grafískur hönnuður og starfar hann sem Art Director og dúttlari hjá Íslensku Auglýsingastofunni. Í sumar er Snorri búinn að vera á miklu flakki og er meðal annars nýkominn úr viku langri göngu. Framundan er vinna og segir hann mörg og spennandi verkefni bíða eftir fríið. Fáum að kynnast Snorra, Einhleypu Makamála þessa vikuna, aðeins betur. 1. Nafn?Snorri Eldjárn Snorrason.2. Gælunafn eða hliðarsjálf?Það hefur ekkert gælunafn náð að festast við mig en ég er alltaf opinn fyrir hugmyndum.3. Aldur í árum? 30 ára.4. Aldur í anda?Max 25 ára.5. Menntun? Grafískur hönnuður.Hörður Sveinssson6. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita?Hvernig visir.is breytti lífi mínu.7.Guilty pleasure kvikmynd? Lion King teiknimyndin. Ég tárast ennþá yfir henni.8. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri?Ehhmm! Já, Pamelu Anderson. 9. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu?Nei Snorra finnst það mjög asnalegt.10. Ertu á Tinder?Úff já. Ég eyði því reglulega út af símanum en einhverra hluta vegna hoppa ég alltaf aftur á vagninn. Ég kýs samt frekar mannlegri nálgun við að kynnast manneskju.11. Syngur þú í sturtu?Já, á góðum dögum á ég það til að pynta nágranna mína með háværum söng.12. Uppáhaldsappið þitt?Instagram.13. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum?Jákvæður, Ævintýragjarn, duglegur.14. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum?Bara flottur strákur!15. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?Að bíða eftir öðrum. Get. Það. Ekki!16. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi?Ég elska að vera í kringum mikla húmorista. Góðmennska, einlægni og hvatvísi skora líka hátt. En svo hef ég líka mikið soft spot fyrir hæfileikum.17. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi?Mér finnst þröngsýni, sjálfhverfa og neikvæðni algjört turn-of18. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri klárlega einhvers konar hybrid af höfrungi, labrador hundi og fálka.19. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja?Ætli ég myndi ekki bjóða bræðrum mínum þrem, ég skulda þeim matarboð.20. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?Já, en þeir eru leyndir af góðri ástæðu.21. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?Mér finnst skemmtilegast að fara út fyrir þægindarammann og prófa nýja hluti. Svo finnst mér ótrúlega gaman að fara út fyrir bæinn og djöflast í náttúrunni í góðum félagsskap.Annars veit ég fátt skemmtilegra en að verja tíma með stráknum mínum.22. Ertu A eða B týpa?Ég er B týpa föst í líkama A týpu.23. Hvernig viltu eggin þín?Sunny side up, takk.24. Hvernig viltu kaffið þitt?Sótsvart og í ótakmörkuðu magni.25. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða skemmtistaði ferðu?Líkt og allar ár renna til sjávar, þá enda ég alltaf á Kaffibarnum.26. Ef einhver kallar þig sjomli?Brosa til viðkomandi og eyða svo löngum stundum eftir á til að reyna að átta mig á því hvort hann hafi verið að móðga mig eða ekki.27. Drauma stefnumótið?Bara eitthvað látlaust. Eins og til dæmis þyrluflug yfir Ísland.28. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust?Ég held ég hafi aldrei náð að syngja lagatexta rétt. Ég er mjög duglegur við að skálda upp mína eigin texta.29. Hvaða bók lastu seinast?Sapiens eftir Yuval Noah Harari. Góð áminning á okkar dýrslega eðli. Mæli með.30. Hvað er ást?Leið náttúrunnar til að plata manninn til að fjölga sér. Samt er hún svo falleg!aðsend myndMakamál þakka Snorra kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans hér. Snorri er búinn að eyða miklum tíma í sumar í flakk um landið. Hann er nýkominn heim úr viku langri göngu og við tekur vinna af fullum krafti.aðsend mynd
Einhleypan Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bone-orðin 10: Þórdís er veik fyrir hávöxnum húmoristum Makamál Einhleypan: Vill hlæja með sálinni, hlusta með augunum og horfa með eyrunum Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Ást er: Segja fjölmiðla minna þau á aldursmuninn Makamál Bréfið: Giftur konu en stundar kynlíf með körlum Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira