Erfitt að fá stelpur til að dæma Benedikt Bóas skrifar 14. ágúst 2019 16:30 Stephanie Frappart gefur Hicham Benkaid gult spjald sem hann reyndar skilur ekkert í. NordicPhotos/Getty Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira