Undrast ummæli bæjarstjóra um komur skemmtiferðaskipa Sveinn Arnarsson skrifar 14. ágúst 2019 06:00 Mikill fjöldi ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum heimsækir Akureyri á sumrin. Fréttablaðið/Valli Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar, Gunnar Gíslason, undrast þau orð bæjarstjórans í bænum að til greina komi að takmarka skipakomur í bæinn. Segir hann það undarlegt í ljósi þess að sveitarfélagið rói að því öllum árum að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir það hins vegar ekki sína skoðun að það þurfi að fækka skipakomum. Ásthildur sagði í viðtali við ríkisútvarpið í fyrrakvöld að það sé eðlilegt að Íslendingar horfi til þess að draga úr komum skemmtiferðaskipa til landsins vegna mengunar sem af þessum ferðum hljótist. Þessi ummæli gagnrýnir Gunnar og segir enga umræðu hafa farið fram í stjórnkerfinu um skemmtiferðaskip og mögulegar takmarkanir á komum þeirra.Gunnar Gíslason fræðslustjóri Akureyri „Ég skil ekki þessi ummæli. Það hefur aldrei komið fram sú umræða hér í bæ að hér séu of mörg skip og að það þurfi að takmarka komur þeirra,“ segir Gunnar. „Við erum á hinn bóginn að tala um að fjölga ferðamönnum með beinu flugi norður og að auka vægi ferðaþjónustu á Norðurlandi svo þetta skýtur skökku við verð ég að segja.“ Hann segir einnig að sú umræða sem skapast hefur vegna mælinga dansks umhverfisverkfræðings sé á villigötum. „Það er alveg ljóst að það þarf að skoða þessa hluti og rannsaka mun betur til að taka einhverjar afdrifaríkar ákvarðanir. Við ættum að flýta okkur hægt og safna mun meiri mælingum. Ég hef ekki orðið var við það að bæjarbúar hafi kvartað mikið yfir mengun af völdum skemmtiferðaskipa hér í bæ,“ bætir Gunnar við. Gunnar óskar þess að umræðan fari fram í bæjarráði á morgun um þessi ummæli bæjarstjóra. Ásthildur segir það af og frá að hún vilji takmarka skipakomur skemmtiferðaskipa. „Ég er alls ekki að boða fækkun á komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Það eina sem ég hef sagt er að við ættum að læra af því hvernig nágrannaþjóðir okkar vinna að þessum málum með umhverfisvernd í huga,“ segir Ásthildur. „Hvort og þá hvernig ræðst í samráði þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira