Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 08:31 Sigurjóna Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Haft er eftir Sigurjónu í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar hennar að hún sé hrærð og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessari stöðu. Hún taki við góðu búi frá forvera sínum. Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum „sértæka en samkeppnisdrifna markaði,“ eins og það er orðað. Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna er sögð telja þetta hlutfall of lágt. Víða á þeim áfangastöðum sem Íslendingar bera sig saman við og mestum árangri hafa náð í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Sigurjóna kallar því eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum. Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012. Hún tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi. Haft er eftir Sigurjónu í tilkynningu sem send er út vegna ráðningar hennar að hún sé hrærð og þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessari stöðu. Hún taki við góðu búi frá forvera sínum. Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum „sértæka en samkeppnisdrifna markaði,“ eins og það er orðað. Samkvæmt Ráðstefnuborginni Reykjavík komu 135.000 MICE-gestir til landsins á síðasta ári eða tæplega 6% erlendra ferðamanna. Sigurjóna er sögð telja þetta hlutfall of lágt. Víða á þeim áfangastöðum sem Íslendingar bera sig saman við og mestum árangri hafa náð í verðmætasköpun í ferðaþjónustu sé þetta hlutfall á bilinu 15–20%. Tekjur af ráðstefnu- og hvataferðagestum eru að jafnaði tvöfalt til þrefalt hærri á hverja gistinótt en af meðalferðamanni. Verðmætin felist þó ekki síður í jákvæðum árstíðarhalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan háannatíma. Sigurjóna kallar því eftir samstilltu átaki allra hagsmunaaðila og segist hlakka til að byggja ofan á þann árangur sem hafi náðst síðustu ár með hópi aðildarfélaga úr opinbera- og einkageiranum.
Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira